
TÍU STAÐREYNDIR UM STÖÐU ICESAVE MÁLSINS Á ALÞINGI
14.12.2009
1) Það er staðreynd að áhöld eru um lagalega greiðsluskyldu Íslands gagnvart breska og hollenska ríkinu. Breska og hollenska ríkið ásamt stuðningsliði í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu meina okkur að leita réttar okkar eftir reglum réttarríkis eða það sem réttara er: Breska og hollenska ríkið neita að leita réttar síns gagnvart íslenskum skattborgurum.