Fara í efni

TÖLDU SIG STUNDA SPILLINGU Í FULLUM RÉTTI


Greining Björns Jónassonar í Frjálsum pennum hér á síðunni vekur margar ögrandi spurningar og svarar mörgum þeirra - á sannfærandi hátt. Það þykir alla vega mörgum lesendum sem haft hafa samband við mig um efni greinarinnar og lokið á hana lofsorði.
Rauði þráðurinn í grein Björns er sá að mál málanna í samtímanum sé lýðræðið, með hvaða hætti ákvarðanir eru teknar í samfélaginu, hvernig sameiginlegir fjármunir okkar eru nýttir, til dæmis í lífeyrissjóðunum, samspil lýðræðis, forréttindavörslu, valdahagsmuna, markaðar og sérfræðistjórnmála. Seðlabankinn er tekinn sem dæmi um stofnun sem byggir á þröngum hagsmunum en ekki almannahag. Völd Seðlabankans séu réttlætt með skírskotun til sérfræðihyggju.
Eflauast líkar ekki öllum allt sem sagt er. Til dæmis hef ég trú á því að Sjálfstæðisflokkurinn skrifi ekki upp á eftirfarandi einkunnagjöf: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig verið ófeiminn við að líta á ríkið sem einkaeign sína og telur sig hafa stundað spillingu í "fullum rétti", enda löglega kjörinn til áhrifa..."
Grein Björns nefnist Til baka til fortíðar og hefst á þessum orðum:
„Fyrir rúmum hundrað árum síðan hófst sigurganga lýðræðis á Íslandi. Völdin voru hægt og og bítandi færð í hendur almennings og fulltrúa þeirra. Engum blandaðist hugur um að þróunin yrði síðan á einn veg, í átt til enn aukins lýðræðis og að lokum yrði þjóðin beint og milliliðalaust allsráðandi um öll mál sem hana skipta nokkru. En menn gáðu ekki að því að ..."
Hér er greinin öll: https://www.ogmundur.is/is/greinar/bjorn-jonasson-skrifar-til-baka-til-fortidar