Gott ef það var ekki á sjálfan kosningadaginn að Morgunblaðið birti forsíðufrétt sem síðan var matreidd í Staksteinum í tilefni alþingiskosniganna um að heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, hefði komið í veg fyrir að þjónustutilskipun Evrópusambandsins yrði samþykkt í ríkisstjórn.
Það gleður mig hve margir taka undir með áherslum Lýðheilsustöðvar og öllum öðrum þeim sem vilja snúa vörn í sókn gegn offituvánni og glerungseyðingunni af völdum sykurdrykkja.
Sjaldan hef ég fengið meiri hvatningu og vinsamlegri viðbrögð við tillögu sem ég hef borið fram en þeirri sem viðruð var í dag á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri.
Mikið er dapurlegt að hlusta á talsmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gráta það að til standi að afnema kvótabrask í sjávarútvegi; að loksins, eftir áratuga mótmæli þjóðarinnar, eigi að taka á kvótakerfinu, innkalla aflaheimildir frá mönnum sem hafa sölsað þær til sín til að braska með í eigin þágu og láta þær ganga til endurúthlutunar á réttlátum forsendum.