UM HOLLENSKAN OG ÍSLENSKAN RÁÐHERRA
19.10.2009
Einn ógeðfelldasti þátturinn í Icesave deilunni eru óheilindi Breta og Hollendinga sem sett hafa þvingu á Íslendinga en hafa alla tíð þóst saklausir af slíku.Við höfum séð hvernig þessi gömlu nýlenduríki hafa safnað liði í Evrópusambandinu og auk þess beitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir sig.