Nú er Kaupþing-banki búinn að endurskíra sig og vill heita Arion. Ólína skrifar mér pistil um þá nafngift, sögu hennar frá fornu fari og íslenska arfleifð.
Eitt mesta böl sem hendir nokkurn mann er langvarandi atvinnuleysi. Reynslan sýnir að atvinnuleysi dregur úr einstaklingum máttinn og lamar fjölskyldur þeirra og nánasta umhverfi.. . Þess vegna ber að fagna allri umræðu um atvinnuuppbyggingu.
Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur svarað nokkrum Íslendingum sem nýlega sendu honum fyrirspurn um aðkomu sjóðsins að málefnum Íslands.. Í bréfi sínu segir Strauss-Kahn sitthvað sem hlýtur að vekja furðu.
SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu heldur nú upp á 70 ára afmæli. Hefur félagið af þessu tilefni sent landsmönnum félagsblað með kveðjum og sögulegum upplýsingum um sjálft sig sem Þorleifur Óskarsson sagnfræðingur hefur tekið saman.
Á Íslandi er til nóg af peningum. Íslenskum peningum, ekki síst lífeyrissjóðanna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn talar hins vegar sínkt og heilagt um nauðsyn á erlendu fjárfestingarkapítali.
Einu sinni las ég skýrslu frá Vegagerðinni um vegalögn. Í formálsorðum sagði að nefndin sem gerði skýrsluna hefði varið löngum tíma í að ræða hvers vegna yfirleitt væri ráðist í vegagerð.
Fyrir nokkrum dögum stóðu fjölmiðlar á öndinni yfir því hvort svokallaður Stöðugleikasáttmáli héldi. Ásteitingarsteinninn var skattastefna ríkisstjórnarinnar.