Fara í efni

VATNASLÓÐIR


Undanfarna daga hefur tölvupóstum rignt yfir alþingismenn með áskorunum um að nema vatnalögin frá 2006 endanlega úr gildi. Það eykur mér bjartsýni að sjá og heyra hve margir eru staðráðnir að láta ekki stela af okkur vatninu.
Erlendar þjóðir sem einkavætt hafa vatnið hafa orðið fyrir miklu tjóni.  Þetta hefur verið rannsakað og niðurstöðurnar óyggjandi. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega nefna erindi sem  David Hall, fræðimaður við Greenwich háskólann í Lundúnum, flutti á vegum BSRB fyrir fáeinum árum. David Hall og rannsóknarlið hans hefur sérhæft sig í afleiðingum einkavæðingar grunnþjónustunnar, þar á meðal vatnsins.
Erindið var birt í sérstökum bæklingi sem sjá má hér:
Nokkrar aðrar slóðir um tengt efni: http://www.bsrb.is/files/%7B53f06d45-2c42-4c6e-86db-e538054ccf2c%7D_davidhall.pdf

https://www.ogmundur.is/is/leit?q=David+Hall