
VAKINN OG SOFINN FYRIR LANDSBYGGÐINA
16.05.2010
Það gustar um Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra þessa dagana. Hann er sagður vera einn á báti - jafnvel einangraður - í andstöðu við breytingar á Stjórnarráði Íslands og þá einkum að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti í núverandi mynd.