Fara í efni

GLEÐILEGA PÁSKAHÁTÍÐ

Paskaliljur
Paskaliljur
Páskahátíðin er að mörgu leyti besta hvíldarhelgi ársins. Samfellt frí fyrir þorra launafólks frá og með fimmtudegi fram á þriðjudag. Það á að sjálfsögðu ekki við um heilbrigðisstéttir, löggæsluna og ýmsa aðra starfshópa sem sinna umönnun og öryggismálum.
Það er mikilvægt í mínum huga að halda sameiginlegum fríum sem flestra. Hinn kosturinn er að kjarnafjölskyldan komi sér saman um frídaga og geti síðan gengið að allri þjónustu opinni allt fríið. Með öðrum orðum horfið verði frá hinu sameiginlega þjóðarfríi og innleidd þess háttar vaktaskipti að aldrei hægist á neinni starfsemi. Í þá átt hefur tilhneigingin verið á undanförnum árum. Þannig var föstudagurinn langi nánast friðhelgur dagur. Mér þótti það vera spor aftur á bak þegar sú friðhelgi var rofin með lagasetningu fyrir fáeinum árum. Stórfjölskyldan missti þar með hluta af mannskapnum út til þjónustustarfa á þessum degi.
En hvað um það. Hvort sem þið eruð í fríi eða starfandi, færi ég ykkur öllum hugheilar páskakveðjur.