Hvers vegna átti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, auðvelt með að svara fyrir stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Sjónvarpinu í kvöld? Það var ekki einvörðungu vegna þess að hún er vel máli farin og rökföst, heldur vegna hins að hún talar fyrir stefnu sem rímar vel við skynsemina.
Frá Iðnófundinum: Í ræðustól fundarstjórinn, Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi í Vogum. Árangur af starfi okkar í Innanríkisráðuneytinu til að efla beint lýðræði er nú smám saman að koma í ljós.
Á undanförnum áratugum hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur haft þá stefnu í atvinnumálum að stóriðja eigi að vera ein megin undirstaða efnahagslífsins.
Birtist í DV 12.04.13.. Mál sem tengdust hvarfi tveggja manna, Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, á áttunda áratug síðustu aldar hafa hvílt sem mara á þjóðinni.
Nú vilja margir útdeila fjármunum, sem erlendir kröfuhafar „eiga" hér í þrotabúum föllnu bankanna. Talað er um hundruð milljarða sem væru þessir peningar í hendi.
Íslykillinn sem svo er nefndur, var formlega tekinn í notkun í dag af hálfu Þjóðskrár Íslands. Það markar ákveðin tímamót í mínum huga því Íslykillinn er er auðkenni svipað nafnskírteini og hefur verið kallað nafnskírteini á netinu.
Birtist í Fréttablaðinu 11.4.2013.. Fréttablaðið hefur í fréttaflutningi sínum að undanförnu beint sjónum að Þjóðskrá Íslands og slegið upp í fyrirsagnir hve vanbúin stofnunin sé að takast á við verkefni á tölvuöld.
Á seinni degi ráðstefnunnar, sem nú fer fram í Hörpu á vegum Innanríkisráðuneytisins, Eddu, rannsóknarseturs Háskóla Íslands og Institute for Cultural Diplomacy eru á meðal ræðumanna Emil Constantinescu, fyrrum forseti Rúmeníu, nú prófessor við háskólann í Búkarest en hann var um árabil rektor skólans.