Fara í efni

BRYNJARI LOFAÐ

Binni og ögm
Binni og ögm

Í þættinum Í BÍTIР á Bylgjunni í morgun kvaðst Brynjar Níelsson, alþingismaður, efast um að ég færi með rétt mál þegar ég staðhæfði að víða um lönd þætti það, í sífellt ríkari mæli, vera eftirsóknarverður kostur að fjárfesta í landi.
Umræðuefnið var ákvörðun innanríkisráðherra að nema brott reglugerð sem ég setti sl. vor og takmarkar kaup EES borgara á landi. Ég lofaði Brynjari og hlustendum að ég skyldi hið snarasta koma á framfæri upplýsingum máli mínu til stuðnings. Og til að efna þetta fyrirheit set ég hérmeð þessa slóð á heimasíðuna - alla vega til að byrja með. https://www.ogmundur.is/is/greinar/gott-fyrir-ees-eda-gott-fyrir-island
Rökunum  fyrir því að koma í veg fyrir að eignarhald á landi safnist á fáar hendur hef ég margoft gert grein fyrir og einnig hinu hve varasamt er að færa eignarhald á landi - og þar með auðlindum - úr landi.
http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP20029