Í gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar rifið út úr menntamálanefnd Alþingis þrátt fyrir óskir nefndarmanna um ítarlegri umfjöllun og ábendingar um að veigamiklum spurningum væri ósvarað.
Okkur berast þær fréttir að formaður þingmannanefndar Íslandsdeildar NATÓ, hinn galvaski þingmaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hafi átt viðræður við "bandamenn" Íslands í NATÓ um mögulega aðkomu NATÓ að hervörnum Íslands eftir að Kaninn lýsti því yfir nú nýlega að hann ætlaði af landi brott með tól sín og tæki.
Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi og formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, hefur enn eina ferðina skrifað ríkissaksóknara bréf til að vekja athygli á áfengisauglýsingum en þær eru sem kunnugt er bannaðar lögum samkvæmt.
Svo segir mér hugur að Illugi Gunnarsson, fyrrum aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, sé á leið í pólitík. Hann gerist sífellt fyrirferðarmeiri í þjóðmálaumræðunni og heldur m.a.
Í síðustu viku héldu Samtök verslunar og þjónustu aðalfund þar sem hvatt var til þess að "að fleiri verkefni verði færð úr ríkisrekstri til einkaaðila", svo vitnað sé til frétta RÚV 21.3.
Danskur banki hefur varað við fjárfestingum Íslendinga í Danmörku. Bankinn hefur ekki látið þar við sitja því hann hefur jafnframt varað Íslendinga við því að bankakreppa kunni að vera yfirvofandi á Íslandi.
Erindi sem David Hall, prófessor við háskólann í Greenwich i Englandi, flutti hér á landi í nóvember sl. um reynslu af einkavæðingu á vatni hefur nú verið gefið út í bæklingi undir heitinu, Vatnsveitur í opinberri eigu og einkaeigu - hver er munurinn? David Hall býr yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu á málefninu en hann veitir forstöðu rannsóknardeild við háskólann sem kölluð er Public Services International Research Unit.
Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna fyrir vatni. Verkalýðssamtök og margvísleg hagsmunasamtök almennings efna til vitundarvakningar af ýmsu tagi í dag til þess að vekja athygli á þeirri staðreynd að aðgengi að vatni telst til grundvallarmannréttinda og að með vatn eigi ekki að fara eins og hverja aðra verslunarvöru.
Í tilefni þess að þrjú ár eru liðin frá innrásinni í Írak var Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra Íslands, spurður á Alþingi hvort hann teldi innrásina hafa verið til góðs fyrir Íraka.