EKKERT LEYNIMAKK – ÖLL SPILIN Á BORÐIÐ !
11.09.2006
Á framhaldsfundi iðnaðarnefndar í dag kröfðust fulltrúar Landsvirkjunar þess, að því aðeins kynntu þeir nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar fyrir þingnefndinni að þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar ! Með þessu móti er greinilega verið að reyna að múlbinda alþingismenn og koma í veg fyrir að þeir geti talað opið um þessi mál.