Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom Framsóknarflokknum til hjálpar á Alþingi í dag þegar Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krafði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins um skýringar á álstefnu Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar.
Birtist í Morgunblaðinu 07.02.06.Nú gerist skammt stórra högga á milli í fjölmiðlaheiminum. Ríkisútvarpið undirbýr að halda með hlutafélagið Ríkisútvarpið hf út á markaðstorgið.
Auðvitað á að taka skoðanakönnunum með varúð. Líka könnunum í Norðvestur-kjördæmi. Það hlýtur þó að vera saga til næsta bæjar þegar skoðanakannanir sýna fylgi stjórnmálaflokks vaxa um helming.
Undanfarna daga hefur Fréttablaðið flutt fróðlegar fréttir úr raforkugeiranum. Miðvikudaginn 1. febrúar segir í fyrirsögn á forsíðu: DAGGJALD RAFORKU HEFUR HÆKKAÐ UM 106%.
Nokkrar umræður hafa spunnist í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sem jafnframt skipar efsta sætið á lista VG í Reykjavík, vakti máls á því í Morgunblaðsgrein að efnahagur foreldra kynni að valda því að stór hópur barna fengi ekki heitar máltíðir í skólum í Reykjavík.
Guðmundi Magnússyni, fulltrúa ritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Þetta gerist í tengslum við aðrar hrókeringar þar sem nokkrir innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins fá lykilstöður á 365 miðlum, Ari Edwald, fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins orðinn forstjóri og Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins orðinn ritstjóri Fréttablaðsins.