Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15.02.15.. Í vikunni gat að líta eftirfarandi fyrirsögn í Morgunblaðinu: „Verslun er ekki hlutverk ríkisins." Þetta er gamalkunn pólitísk kennisetning enda höfð eftir stjórnmálamanni.
Birtist í Fréttablaðinu 13.02.15.. Á tíunda áratug síðustu aldar og upphafsárum nýrrar aldar var Viðskiptaráð og forveri þess, Verslunarráðið, óhemju duglegt.
Ungliðadeild Sjálfstæðisflokksins - þ.e. frjálshyggjuvængur hennar - sendir nú án afláts áskoranir til alþingismanna um að hjálpa til við að koma áfengi í matvörubúðir með því að styðja lagafrumvarp þess efnis.
Birtist í DV 10.02.15.. Í byrjun ársins 2000 birtist í Morgunblaðinu viðtal við einn af bankastjórum Landsbankans þar sem, meðal annars, var vikið að skattaparadísum og bankaleynd.
Grein með sama titli birti ég í Morgunblaðinu í árslok árið 2000 og er hana að finna hér á síðunni: http://ogmundur.is/news.asp?ID=654&type=one&news_id=857). . Tilefnið voru yfirlýsingar þáverandi bankastjóra Landsbankans um nauðsyn þess að eignamenn gætu leitað í skjól með auðævi sín, "sín stærri mál", einsog það var orðað.
Ég stóð í þeirri trú að leiðtogar rúmlega fimmtíu ríkja, auk fulltrúa einhverra ríkja til viðbótar, hefðu staðið í fararbroddi tveggja milljóna Frakka til stuðnings tjáningarfrelsinu eftir morðin í París í ársbyrjun.
Þórólfi Matthíassyni, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mislíkaði pistill sem ég skrifaði í helgarblað Morgunblaðsins fyrir skömmu um mismunandi vægi atkvæða við rektorskjör og færi vægið eftir prófgráðum.