Fara í efni

FLÓTTAMENN, RÚSSLAND, UPPLJÓSTRARAR OG NETÖRYGGI

Evrópuráðsþing
Evrópuráðsþing


Alla síðustu viku, frá mánudegi til föstudags, sat ég  þing Evrópuráðsins í Strasbourg. Fátt óvænt bar þar til tíðinda. Eins og við var að búast var mál málanna flóttamannvandinn við Miðjarðarhafið. Allir eru sammála um að við óbreytt ástand verði ekki búið.

En hvað skal til bragðs taka? Þau sem mér hefur þótt tala af mestu viti og sanngirni á þessum vettvangi  um þetta málefni, vilja að byrðunum verði dreift á sanngjarnari hátt milli norðurs og suðurs en Dyflinar-samkomulagið gerir ráð fyrir en samkvæmt því ber fyrsta komulandi flóttamannas að taka ábyrgð á hælisumsókn hans. Það þýðir að Grikkland, Ítalía, Malta og Tyrkland bera þyngstu byrðarnar því þangað leggja flestir flóttamenn leið sína. Þau ríki Norður- Evrópu sem mest hafa opnað faðm sinn fyrir flóttamönnum og hlotið lof fyrir vikið, eru Þýskland og Svíþjóð. En þeirra framlag er þó aðeins dropi í hafsjó hins mikla vanda.

Þau sem talað hafa fyrir aukinni ábyrgð Norður- Evrópuríkja tala ekki einvörðungu um að Norður -Evrópa taki við fleiri flóttamönnum heldur komi einnig fjárstuðningur þaðan suður á bóginn. Þá er ekki síður lögð áhersla á það af hálfu þeirra þingmanna á þingi Evrópuráðsins sem ég finn einkum  til samstöðu með, að horfa beri  til frumorsaka vandans, stríðs og fátæktar en á hvoru tveggja ber hið ríka iðnaðar-norður mikla ábyrgð.

Vissulega eru þeir til á þingi Evrópuráðsins sem vilja stöðva flóttamanna strauminn með sama ofbeldi og til hans er stofnað. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra.

Þá var Rússaland á sínum stað. Fremstir í flokki þess að meina rússneskum þingmönnum áfram aðgang að Evrópuráðsþinginu vegna afskipta Rússlands af Úkraínu, voru harðlínumenn úr Austurvegi, ríkjunum sem nýlega eru komin undan hinum sovéska járnhæl.

Ég sagði í ræðu  um málefnið að ég hefði samúð með þeim sem hefðu verið undirokuð en síður hinum sem væru í slagtogi með gömlu heimsveldunum og þá einkum innrásarveldunum í  Írak. Vék ég sérstaklega að breskum þingmönnum hvað þetta snertir og gagnrýndi ég afstöðu þeirra á svipuðum forsendum og ég hef áður gert.

Ræða mín á ensku um útilokun Rússlands:
 
" I have full respect for the strong emotional feelings of those who were under the Soviet heel and who now see Vladimir Putin´s Russia as the Soviet Union reincarnated. But then again, I also ask all of you to have full respect for what the Council of Europe is, and what it is not.

Of course, the Council of Europe is an organisation of 47 States, but first and foremost it is an organisation of the inhabitants of those States, often seeking redress against their own governments. So when we exclude Russia, we are depriving the 144 million inhabitants of Russia of the right to take their grievances raised against their authorities to Strasbourg.

 I have a feeling that we are slipping into Cold War rhetoric – the language of power politics – and forgetting that we are not NATO or the European Union. We are the Council of Europe, where parliamentarians from 47 States - not of 47 States, but from 47 States – engage in an open, critical and free discussion.

Robert Walter rightly pointed out this morning that Russia is illegally interfering in Ukraine. But so was his own country, the United Kingdom, in Iraq. Nobody now contests that the invasion of Iraq in 2003 was illegal. There are other States with a blacker record than Russia. I am not saying this to excuse Russia; I have often said that a former Russian head of the KGB in East Germany, as Putin was, will never earn my trust. I am saying this to remind us that we are not all pure angels, although one could conclude that from listening to the debate here today, and some politicians might imagine that we have forgotten everything from the past when it comes to improper conduct internationally.

 When Israel attacked Gaza last time with terrible consequences and horrendous human rights violations, there were those in this Assembly who wanted to deprive Israel of observer status. I opposed that, as I would have opposed depriving British MPs of their democratic rights in this Assembly after the illegal invasion of Iraq.

Some of you may think this is Cold War rhetoric. Yes it is. But this is where we are heading and I regret this. We should be the body not of reprisals, but of reconciliation, a forum for democracy. Feelings ran high yesterday when we debated human rights in Azerbaijan. Was that bad? No, it was not bad and it was not wrong. A heated, informed democratic debate on human rights is good and positive since it forces things forward in the spirit of human rights. This is our objective; this is what we are here for. Therefore we should not exclude Russia from the Parliamentary Assembly of the Council of Europe." 

Mjög góð umræða var um uppljóstrara (whistle- blowing) og var það hollenski hægri maðurinn Pieter Omzigt, sem hafði framsögu enda hafði hann undirbúið skýrslu um málið - eina ferðina enn. Hrósaði ég honum fyrir staðfestuna og sagði að þessi mál þyrfti að ræða þar til lögum hefði verið breytt svo og viðhorfum uppljóstrun í vil. (Sjá hér umræðuna, þar á meðal ræðu mína: http://assembly.coe.int/Main.asp?link=/Documents/Records/2015/E/1506231000E.htm)

Ég tók einnig þátt í umræðu um netöryggismál en hollenskur þingmaður, Hans Franken að nafni  hafði lagt fyrir þingið afar vandaða skýrlu um málefnið. Franken er kristilegur hægri maður og er hann manna fróðastur um netöryggismál. Er hann kunnur fyrir að beita sér í þessum málaflokki og vill hann að Evrópa gegni þar hlutverki en láti ekki mestu stórveldi heims, Bandaríkin og fleiri ein um hituna. þar er ég honum sammála þótt helst vilji ég horfa til Norðurlandanna um samstarf. (Sjá hér umræðuna, þar á með mína ræðu: http://assembly.coe.int/Main.asp?link=/Documents/Records/2015/E/1506261000E.htm)

Ég tók þátt í umræðu um fleiri mál ( sjá hér um Ungveraland: http://assembly.coe.int/Main.asp?link=/Documents/Records/2015/E/1506241530E.htm)á sjálfu þinginu auk þess að taka þátt í umræðu í nefndum þingsins sem nýta tímann afar vel þá fimm dafa sem þingið stendur.