
ÁRAMÓTAÞANKAR UM TÍMANN SEM LÍÐUR OG ÞANN SEM LIFIR
04.01.2015
Ég minnist þess að sem ungum dreng þótti mér áramótin í bland vera þrungin trega. Nú árið er liðið í aldanna skaut, var sungið og barnið sat eftir með þá hugsun að hið liðna væri okkur á einhvern hátt gengið úr greipum, glatað - kæmi aldrei til baka.