
BLOGGHEIMASKRIF OG FYRIRLESTUR HÖLLU
22.11.2014
Ekki veit ég hve margt þeir eiga sameiginlegt Þorvaldur Gylfason, Jónas Kristjánsson og Egill Helgason. Eitt er það þó sem tvímælalaust sameinar þá í skrifum þeirra þessa dagana og það er að vilja gera sem minnst úr þeim verkum sem voru unnin í innanríkisráðuneytinu á síðasta kjörtímabili og miðuðu að því að efla mannréttindi.