Umhverfisstofnun hefur lýst því yfir að gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi standist ekki lög. Sérhver læs maður, sem leggur á sig að lesa lögin, kemst og að þeirri niðurstöðu.
Í morgunþætti Bylgjunnar ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um málefni líðandi stundar,Skotlandskosningun, Íbúðalánasjóð, ÁTVR, lífeyrissjóðina og 20 milljarðana sem ríkisstjórninni liggur á að koma í vasa eigin gæðinga.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21.09.14.. Um og upp úr tvítugu bjó ég í Edinborg, höfuðborg Skotlands. Þar stundaði ég nám og þar stofnaði ég til heimilis.
Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn á Íslandi frá 1991 til 2009. Fyrst með Alþýðuflokknum frá 1991 til 1995, svo með Framsókn til 2007 og þá með Samfylkingunni frá 2007 til 2009.
Ráðstefna sem ég sótti í Aþenu um efnahagsþrengingar og vímuefnavarnir og síðan auðkennismál voru meginumræðuefnin í spjalli okkar Ragnheiðar Ríkarðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Bylgjunni i morgun.
Í vikunni sótti ég áhugaverðan fund í Aþenu í Grikklandi. Fundurinn var á vegum svokallaðs Pompidou hóps Evrópuráðsins en það er samstarfsvettvangur 47 ríkja - ekki einvörðungu Evrópuríkja þó að evrópsk séu þau flest - um vímuefni og vímuefnarannsóknir.. Sjá: http://www.coe.int/t/dg3/pompidou/default_en.asp . . Í ljósi efnahagsþrenginga víða um lönd horfir þessi hópur, sem samanstendur einkum af stefnumótandi sérfræðingum, til ríkja sem hafa þurft að skera útgjöld sín niður og leikur þá forvitni á að vita hvernig tekið hefur verið á heilbrigðismálum og vímuefnavörnum sérstaklega þegar niðurskurðarsveðjunni hefur verið beitt og í framhaldi hvaða lærdóma megi af þessu draga.
Tvennt kemur upp í hugann við fyrirhugaða skuldalækkun heimila. Í fyrsta lagi furðaði ég mig á því fjaðrafoki sem varð þegar Tryggvi Þór Herbertsson, sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um framkvæmd „leiðréttingarinnar" reyndi að draga niður væntingar manna.