Samskipti manna eru í sívaxandi mæli að færast yfir í rafrænt form. Á netinu eiga sér stað viðskipti, upplýsingum er miðlað og þjónusta er veitt, meðal annars af hálfu opinberra aðila.
Öðlingurinn, skólamaðurinn og húmanistinn, Jónas Pálsson, er fallinn frá, níutíu og tveggja ára að aldri. Hjalti Hugason sagði í minningarorðum við útför Jónasar að aldrei hefði hann kynnst manni sem hafi haft eins langa framtíðarsýn og Jónas Pálsson! . Þetta held ég að séu orð að sönnu.
Í mánudagsmorgunspjalli okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítið á Bylgjunni, ræddum við um átökin um DV, eignarhald á fjölmiðlum, ástandið í Úkraínu, aðild okkar að NATÓ og sitthvað annað.
Birtist í DV 26.08.14.. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa lýst vilja til að láta meira fé af hendi rakna frá íslenskum skattgreiðendum til hernaðarbandalagsins NATÓ.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24. 08.14.. Þegar Bandaríkin hafa ráðist inn í ríki, Panama, Írak, Líbíu og fleiri, eða íhugað árásir á önnur svo sem Sýrland, eða komið Kúrdum til hjálpar gegn ISIS nú nýlega, þá sér heimspressan til þess að við fáum alla vega nasasjón af mismundi skoðunum heima fyrir um ágæti hernaðaríhlutunar hverju sinni.
Birtist í DV 15.08.14.. Í kjölfar þess að skattskráin var birt upphófst gamalkunnug umræða talsmanna atvinnurekenda um að himinhá kjör þeirra sjálfra megi ekki verða þess valdandi að láglauna- og millitekjufólk fari að hugsa sér til hreyfings og setja fram kröfur um raunverulegar kjarabætur.