Fara í efni

LÆRDÓMURINN AF ORKUBRASKINU

Gjaldþrot GGE kópia
Gjaldþrot GGE kópia

Fjölmiðlar greina nú frá 28,5 milljarða gjaldþroti Geysi GreenEnergy. Í frétt mbl.isí gær segir:„Um 28,5 millj­örðumkróna var lýst í eigna­laust þrota­bú fé­lagags­ins SED05 ehf., sem áður hétGeys­irGreenEnergy ehf., en skipt­um á því var lokið þann 19. des­em­ber sl. ... Fé­lagið var úr­sk­urðað gjaldþrota þann 28. júní 2013 en það hef­ur verið í eigu Íslands­banka frá ár­inu 2010..." Sjá nánar: http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/01/20/28_5_milljarda_gjaldthrot_gge/

Í ábendingu til þingmanna frá sívakandi manni um íslensk þjóðfélagsmál er vakin athygli á þessu máli sem víti til varnaðar og er það vel. Í ábendingunni er látið að því liggja að þegar Geysir Green, Magma Energy og önnur braskfyrirtæki í orkubransanum fóru mikinn fyrir fáeinum árum með stuðningi ráðandi stjórnmálaafla, hafi lítið verið um gagnrýni - „enginn sagði neitt".

Ég ætla að leyfa mér að segja að sú staðhæfing stenst ekki og tala ég þar fyrir sjálfan mig.  Leitarvélin á þessari heimasíðu er misjafnlega dugleg að færa fram greinar og pistla sem hér hafa verið birtir en þegar ég sló inn Geysir Green og síðan Magma var ég strax kominn með marga tugi slóða á greinar, pistla og bréf. Ekki hef ég tölu á útvarps- og sjónvarpsþáttum sem ég ræddi þessi mál í.

Á sama tíma og rétt er að benda á vítin til varnaðar frá fyrri árum má gjarnan halda því til haga að slíkar ábendingar komu fram í upphafi. Að því má nefnilega líka læra. Spyrja má hvort svo gæti verið að ekki væri hlustað nægilega vel á ýmis varnaðarorð í okkar samtíma?

Tugmilljarða gjaldþrot Geysis green á að verða okkur áminning um að taka gagnrýna umræðu alvarlega, jafnvel þótt ekki séu alltaf margir um að halda henni uppi.

Sjá nokkrar slóðir:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/thjofnadur-aldarinnar https://www.ogmundur.is/is/greinar/einkavaeding-raforkugeirans-bitnar-a-almenningi https://www.ogmundur.is/is/greinar/samfylkingin-og-syndarmennskan https://www.ogmundur.is/is/greinar/framtidarsyn-fjarfesta https://www.ogmundur.is/is/greinar/thakkir-til-frettabladisns-fyrir-upplysandi-vidtal https://www.ogmundur.is/is/greinar/fallid-a-hlutabrefamorkudum-og-orkugeirinn https://www.ogmundur.is/is/greinar/um-abyrgd-embaettismanna-og-stjornmalamanna
og hér er pistill um aðkomu eða aðkomleysi Samkeppnisstofnunar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/tharf-ad-gera-husleit-hja-samkeppnisstofnun https://www.ogmundur.is/is/greinar/verkalydshreyfingin-ekki-framhald-a-obreyttu-astandi https://www.ogmundur.is/is/greinar/timi-til-ad-tengja https://www.ogmundur.is/is/greinar/raddir-gaerdagsins https://www.ogmundur.is/is/greinar/vid-erum-ad-bregdast https://www.ogmundur.is/is/greinar/harrett-hja-thorleifi https://www.ogmundur.is/is/greinar/i-besta-falli-lanthegar 
https://www.ogmundur.is/is/greinar/misskildir-kraftaverkamenn https://www.ogmundur.is/is/greinar/rannsokn-strax-loggjof-strax https://www.ogmundur.is/is/greinar/krafa-um-breytt-vinnubrogd-i-stjornmalum https://www.ogmundur.is/is/greinar/einu-sinni-var-kanadamadur-og-svo-komu-kinverjar https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvers-vegna-ekki-fyrsta-frett https://www.ogmundur.is/is/greinar/styrmir-og-forsendur-sjalfstaedis https://www.ogmundur.is/is/greinar/folk-eda-fjarmagn
https://www.ogmundur.is/is/greinar/vg-verdur-ad-ganga-i-endurnyjun-lifdaga
https://www.ogmundur.is/is/greinar/thakkir-til-thorleifs https://www.ogmundur.is/is/greinar/thad-var-gert-bergsteinn
https://www.ogmundur.is/is/greinar/magma-rikid-og-borgin-truverdugleiki-i-hufi https://www.ogmundur.is/is/greinar/ha-aftur http://ogmundur.is/allar-greinar/eldra/2010/7/
Ég læt hér staðar numið í bili en tilvísanir í Geysi  Green og Magma Energy hér á síðunni eru talsvert fleiri.