
MERKISMAÐUR FALLINN FRÁ
07.09.2014
Öðlingurinn, skólamaðurinn og húmanistinn, Jónas Pálsson, er fallinn frá, níutíu og tveggja ára að aldri. Hjalti Hugason sagði í minningarorðum við útför Jónasar að aldrei hefði hann kynnst manni sem hafi haft eins langa framtíðarsýn og Jónas Pálsson! . Þetta held ég að séu orð að sönnu.