
ÞEIR VERÐA Í LISTAHÁSKÓLANUM Á FÖSTUDAG KLUKKAN 20!
05.05.2015
Midnight Sun Guitar Festival er gítarhátíð sem haldin hefur verið undanfarin tvö ár í Reykjavík. Ef vel tekst til að þessu sinni - einsog undanfarin ár - þá standa vonir til að þetta geti orðið að árlegum viðburði í menningarlífinu.. . Það eru tveir ungir klassískir gítarleikarar Ögmundur Þór Jóhannesson og Svanur Vilbergsson,sem standa að hátíðinni sem að þessu sinni samanstendur af þrennum tónleikum en síðustu tónleikarnir eru gala tónleikar með listamönnum og nemendum sem tengjast hátíðinni.