GUÐMUNDAR BJÖRNSSONAR MINNNST Á ALÞINGI
14.09.2015
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis minntist þess í dag að hundrað ár eru liðin frá því að sett voru ný þingskaparlög á Alþingi en verkstjórn um gerð laganna var á hendi Guðmundar Björnssonar, alþingismanns sem jafnframt var landlæknir.. Guðmundur Björnsson var merkur maður og forgöngumaður um ýmis framfaramál á sinni tíð, allt frá vatnsveitumálum í Reykjavík, stofnun Slysavarnafélags Íslands og nýjunga á sviði heilbrigðismála.