
HJÁLPUM HJÁLPARSVEITUNUM
12.04.2015
Stöðugt fáum við fréttir af björgunarafrekum hjálparsveitanna. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur löngu unnið sér sess í hjarta þjóðarinnar enda eigum við því óeigingjarna fólki sem þar starfar mikla skuld að gjalda.. Sjálfum finnst mér það skipta gríðarlegu máli að viðhalda því fyrirkomulagi sem mér finnst reyndar vera aðalsmerki íslensku hjálaparsveitanna að krefja aldrei um gjald fyrir útköll sín.