
ÓÞARFA HÓGVÆRÐ RÍKISÚTVARPSINS
24.05.2015
Þegar þau leggja saman Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, séra Gunnar Kristjánsson, fyrrum prófastur á Reynivöllum í Kjós, Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona, Gunnar Stefánsson, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu til áratuga og Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, þá er varla við örðu að búast en eðalefni.