Fara í efni

VARASÖM VANAHUGSUN Í ÖRYGGISMÁLUM!

nató - 380
nató - 380

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra,  talaði í dag fyrir nýrri öryggisstefnu Íslands. þar er gert ráð fyrir  því að grundvöllur slíkrar stefnu verði áframhaldandi NATÓ aðild og „varnarsamningurinn" við Bandaríkin.
Dapurlegt er til þess að hugsa að enn skuli horft til fortíðar til að tryggja öryggishagsmuni Íslands; að við skulum enn vilja bindast tryggðarböndum, á grundvelli hernaðarhagsmuna, ríkjum heims sem reynst hafa drottnunargjörn á heimsvísu með afbrigðum og svo ásælin í auðlindir annarra ríkja að tilgangurinn hefur nánast helgað meðalið við að komast yfir þær.
Ég tók til máls í umræðunni, varaði við gamalli vanahugsun og talaði fyrir úrsögn Íslands úr NATÓ og að það hlyti að vera lágmarkskrafa að skjóta því til þjóðarinnar að skera úr því hvort hún samþykki áframhaldandi veru okkar í hernaðarbandalaginu.
Ræða mín er hér: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20151117T165124