
ÍSLANDS AÐ GÓÐU GETIÐ Í STRASBOURG
05.10.2015
Lokið er vikulöngu þingi Evrópuráðsins í Strasbourg í Frakklandi. Áður hef ég gert grein fyrir fyrstu tveimur dögum þingsins og fjalla ég nú um sitthvað sem bar á góma þrjá síðari daga þess en þinghaldinu lauk upp úr hádegi á föstudag með umræðu um endurskoðun á reglum um lyfjanotkun íþróttamanna.