
Á AÐ FÁ SJÁLFAN SKAÐVALDINN AFTUR Á MIÐNESHEIÐINA?
14.09.2015
Á vefnum DEMOCRACY NOW (LÝÐRÆÐI NÚNA), sem er bandarískur fjölmiðill á netinu og öldum ljósvakans er viðtal við Annette Groth, þingkonu Die Linke, Vinstra flokksins í Þýskalandi, sem hingað kom í sumar og hélt erindi um aðkomu sína að hafnbanninu á Gaza fyrir fimm árum (sjá slóðir m.a. viðtal við Annette í Fréttablaðinu: http://ogmundur.is/annad/nr/7614/ oghttp://ogmundur.is/annad/nr/7611/.). . Annette Groth er atkvæðamikill þingmaður í heimalandi sínu og öflugur málsvari mannréttinda á þingi Evrópuráðsins.