Hæstiréttur hefur nú - góðu heilli - komist að sömu niðurstöðu og flestir læsir Íslendingar höfðu áður gert: Að samkvæmt íslenskum lögum var landeigendum óheimilt að rukka ferðamenn - hafa af þeim fé - við Geysi í Haukadal.
Birtist í Fréttablaðinu 07.10.15.. Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum.
Denis Healey er látinn 98 ára að aldri. Í fjörutíu ár sat Healey á breska þinginu, gegndi embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Bretlands 1964-70 og fjármálaráðherra landsins var hann1974-79.
Þær fréttir sem bárust í morgun, að öllum þeim sem smitast hafa af Lifrabólgu C, muni nú bjóðast meðferð á þeim lyfjum sem sannast hefur að geti læknað sjúkdóminn, eru stórfréttir og jafnframt stórkostlegar fréttir.
Lokið er vikulöngu þingi Evrópuráðsins í Strasbourg í Frakklandi. Áður hef ég gert grein fyrir fyrstu tveimur dögum þingsins og fjalla ég nú um sitthvað sem bar á góma þrjá síðari daga þess en þinghaldinu lauk upp úr hádegi á föstudag með umræðu um endurskoðun á reglum um lyfjanotkun íþróttamanna.
Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa lagt fram þingmál sem hefur það markmið að veikja réttarstöðu opinberra starfsmanna þannig að auðveldara verði að ráða og reka.