
Flokkarnir geri grein fyrir afstöðu sinni til hersins
04.07.2003
Birtist í DV 03.07.2003Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður á DV skrifar ágæta grein í DV sl. helgi undir fyrirsögninni: Er leyndin í lagi? Kveikjan að greininni er umræðan undanfarna daga um hvort réttmætt hafi verið að leyna þjóðina upplýsingum um framvindu herstöðvamálsins, þar á meðal bréf til íslensku ríkisstjórnarinnar frá bandarískum stjórnvöldum skömmu fyrir kosningar þar sem skýrt var frá þeim ásetningi Bandaríkjamanna að draga stórlega úr umsvifum Bandaríkjahers hér á landi.