Fara í efni

Greinar

Skýr skilaboð frá BSRB

Birtist í Fréttablaðinu 29.10.2003Á meðal þeirra málaflokka sem fjallað var um á nýafstöðnu þingi BSRB voru húsnæðismál.

Þegar fólk hættir að þora í læknisskoðun

Hér á landi var nýlega stödd Suzanne Gordon, þekktur bandarískur blaðamaður , sem um áratugaskeið hefur rannsakað bandaríska heilbrigðiskerfið.

Vindarnir eru að snúast

Birtist í Morgunblaðinu 25.10.2003Á fimmtudag urðu stórpólitísk tíðindi í heiminum. Yfirstjórn bresku járnbrautanna ákvað eftir ítarlega rannsókn að þjóðnýta viðhald og viðgerðir á breska járnbrautarkerfinu.

Um ábyrgð Landsvirkjunar eða ábyrgðarleysi

Birtist í DV 22.10.2003Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar skrifar grein í DV 17. október sl. sem ber heitið Ögmundur Jónasson og Kárahnjúkar.

Hver á Laxness?

Mikil umfjöllun hefur orðið um bréfasafn Halldórs Laxness og aðgang að því. Í bréfi eða öllu heldur grein sem birtist hér neðar á síðunni veltir Ólína vöngum yfir ýmsum hliðum þessa máls.

Setningarræða 40. þings BSRB

Við höldum þetta þing undir kjörorðinu Réttlátir skattar – undirstaða velferðar. Með þessu viljum við undirstrika tvennt: Annars vegar minna á að til þess að geta rekið öfluga og góða velferðarþjónustu er þörf á að afla ríki og sveitarfélögum skatttekna og hins vegar viljum við leggja áherslu á hve mikilvægt er að það skattkerfi sem við búum við sé réttlátt – menn séu skattlagðir eftir efnum og ástæðum.

Einn kommi er einum of margir

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur gagnrýnt samstarfsmenn sína – suma hverja – fyrir að sýna Bandaríkjastjórn óvild og almennt fyrir að draga taum vinstrimennsku í fréttaflutningi og við þáttagerð.

Hamfarir af mannavöldum en Ísland þegir

  Í fréttum í morgunsárið var sagt frá enn nýjum árásum ísraelska hersins á flóttamannabúðir á Gaza svæðinu.

Eru allir jafn sekir?

class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt">Birtist í Morgunblaðinu 13.10.2003Þegar við látum hugann reika aftur í tímann veltum við því held ég flest oft fyrir okkur hvers vegna ekki urðu fleiri til að rísa upp og andæfa mestu og alvarlegustu glæpaverkum mannkynsins.

Hver er afstaða ríkisstjórnarinnar til mannréttindabrota í Palestínu?

Birtist í DV 13.10.2003Ljóst er að ástandið í Palestínu er löngu orðið geigvænlegt – en versnar þó enn. Undarlegt er hve dofinn heimurinn virðist vera gagnvart þeirri atburðarás sem við verðum nú vitni að.