Fara í efni

Íslenskir Húmanistar á Haiti

Óöld ríkir nú á Haiti og berast reglulega fréttir af átökum og ofbeldi þar. Pétur Guðjónsson, einn af helstu forsvarsmönnum Húmanistahreyfingarinnar hefur undanfarin ár dvalist hluta úr ári á Haiti og unnið þar að uppbyggingarstarfi í menntun og á ýmsum öðrum sviðum. Pétur Guðjónsson hefur látið mikið að sér kveða á vettvangi Húmanistahreyfingarinnar um langt árabil, ekki síst í Rómönsku Ameríku en þeir sem komnir eru um miðjan aldur minnast án efa frægrar uppákomu þegar Pétur, þá ungur námsmaður, lenti í orðaskiptum við Kastró Kúbuforseta, sem í kjölfarið bauð Pétri til Kúbu. Í dag birtist hér á síðunni pistill eftir Pétur Guðjónsson, sem nú er staddur á Haiti og fjallar hann um inntakið í boðskap Húmanistahreyfingarinnar og leiðarljós hennar í starfi á Haiti og víðar.
sjá nánar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/petur-gudjonsson-skrifar-fra-haiti-herferd-fyrir-samfelag-an-ofbeldis