Birtist í Morgunblaðinu 26.05.07.Nokkuð hefur verið rætt um valkosti um ríkisstjórnarmynstur eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar og hafa fjölmiðlar, sér í lagi Morgunblaðið, verið iðnir við að koma "sök" á okkur í VG fyrir að "klúðra" málum.
Öllum þeim sem annt er um að velferðarþjónusta landsmanna verði áfram almannaþjónusta en ekki færð út á markaðstorgið brá í brún þegar megináhersla á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda Alþingiskosninganna var að færa heilbrigðiskerfið yfir í einkarekstur.
Nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, segir að við megum ekki stefna stöðugleikanum í hættu með aðgerðum í þágu fáækra! Þessar áherslur eru óhugnanlegar úr munni ráðherra Samfylkingar í upphafi stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokki.
Stjórnmál eins og við þekkjum þau hlutu hægt andlát undir miðnættið í gær. Turnarnir tveir voru rifnir, burðarflokkur í ríkisstjórn varð að ósköp venjulegum staurfót.
Birtist í Fréttablaðinu 22.05.07.Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatchers, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands og Tony Blairs, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi.
Það er næstum spaugilegt að fylgjast með tilraunum Samfylkingarmanna og þeirra stuðningsmanna Geirs H. Haarde í Sjálfstæðisflokknum sem eru fylgjandi stjórnarmyndunarviðræðum hans við Samfylkinguna að koma nafngiftinni Þingvallastjórn á krógann.
Tvennt vekur athygli í fréttum af stjórnarmyndunar- viðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Í fyrsta lagi hinir miklu kærleikar sem tekist hafa með formönnum flokkanna og birtast þjóðinni í innilegum kossum í tíma og ótíma.