Stjórn BSRB hefur skorað á borgaryfirvöld í Reykjavík að ógilda þegar í stað samninga um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy enda ekki rétt að þeim staðið.
Nýr meirihluti í Reykjavík hefur sett á fót stýrihóp til að fara í saumana á aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur að samkrulli OR við fjárfestingarbraskara sem nú róa öllum árum að því að komast yfir almannaeigur í orkugeiranum og nýta þær sér til framdráttar í fjárfestingum á erlendri grundu.
Aldrei hef ég efast um heilindi Halldórs Blöndals, fyrrum alþingismanns, ráðherra og forseta Alþingis. Hann hefur ætíð unnið landi og þjóð af heilindum og samkvæmt bestu samvisku.
Í dag heyrðist nokkuð sérstæð frétt í útvarpi. Hlustendur fengu að heyra að Framsóknarmenn í Skagafirði hefðu ákveðið að beina því til flokks síns og Alþingis að ef þingmenn tækju upp á því að stunda nám jafnframt þingstörfum væri eðlilegt að kalla inn varamenn.
Heilbrigðisráðherra þjóðarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson kom fram í öllum ljósvaka-fjölmiðlum landsmanna í kvöld, að því er mér heyrðist, til að lýsa yfir stuðningi við brennivínsfrumvarp frjálshyggjudeildar Sjálfstæðis/Samfylkingarflokksins.
Nú gerist það í fimmta sinn að Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, ásamt samherjum í frjálshyggjudeildum flokka sinna, flytja lagafrumvarp á Alþingi um að færa áfengissölu inn í matvöruverslanir.
Sænska friðarrannsóknarstofnunin TFF býður stöðugt upp á afar athyglisvert efni. Þess má geta að forstöðumaður þessarar stofnunar Jan Oberg kom hingað til lands fyrir fáeinum árum og flutti eftirminnilegt erindi í tengslum við ráðstefnu sem Vinstrihreyfingin grænt framboð efndi til.
Fyrir nokkrum dögum var útvarpsviðtal við Ástu Dís Óladóttur, forstöðukonu nýrrar deildar háskólans að Bifröst, sem mun sérhæfa sig í stjórnun innan heilbrigðisþjónustu.