Fara í efni

Greinar

Vísindafélag

VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ

Fróðlegt er að fletta svokölluðu „dagatali íslenskra vísindamanna" þar sem segir frá viðfangsefnum þeirra. Á slóð sem leiðir inn í þennan heim segir að vísindamennirnir séu "valdir af stjórn Vísindafélagsins og ritstjórn Vísindavefsins, í samráði við forstöðumenn háskóla og rannsóknastofnana, með það fyrir augum að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hér á landi og þýðingu þess fyrir samfélagið allt.". Frábært þykir mér þetta framtak, kannski ekki síst vegna þess að ég kannast við fleiri en eitt nafn á listanum og hef því á honum sérstakan áhuga.
Ögmundur og Margrét Helga II

MEGI FRIÐUR, FJÖR OG FARSÆLD FYLGJA YKKUR Á KOMANDI ÁRI

Um áramótin bárust margar góðar kveðjur inn á heimili mitt. Sumir skrifa fréttabréf sem er skemmtilegur siður, aðrir senda kort með mörgum eða fáum orðum, allt eftir atvikum.
MBL

ÁGÆT REGLA AÐ BYRJA Á SJÁLFUM SÉR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 06/07.01.18.. Undir árslokin birtist í Morgunblaðinu umhugsunarvert viðtal við Ólaf Hauk Símonarson, rithöfund.
Flugeldar

TILLAGA TENGD TÚRISMA

Áramótin eru stórfengleg á Íslandi. Heita má að stöðug hátíðahöld standi frá því aðventan hefst og stigmagnist síðan eftir því sem líður á desember.
MBL

EKKERT ÓÐAGOT Í SKIPULAGI BARNAVERNDAR

Birtist í Morgunblaðinu 04.01.18.. Fáir málaflokkar eru jafn erfiðir viðfangs og barnaverndarmál. Það er einfaldlega svo eðli máls samkvæmt.
ogmundur lubl

RÆTT UM STRÍÐ OG FRIÐ Í BERLÍN

Eins og fram hefur komið hér á síðunni oftar en einu sinni hef ég tengt mig samtökum sem nefnast Institute of Cultural Diplomacy, skammstafað ICD.
Fréttabladid haus

YFIR HVERJU ER ÞETTA FÓLK ANDVAKA?

Birtist í Fréttablaðinu 02.01.18.. Kjararáð ákveður að hækka laun biskups um fimmtung þannig að hann sé á pari við alþingismenn í grunnlaunum en grunnlaun þeirra voru hækkuð í rúmlega milljón krónur á mánuði fyrr á árinu.. Þetta er nú gagnrýnt hástöfum.
AE IV

TÍMI ER SVIPSTUND EIN SEM ALDREI LÍÐUR

Áramótin eru alltaf tilfinningaþrungin í mínum huga. Fram streyma minningar úr barnæsku þegar ég spurði móður mína hvort það væri rétt að gamla árið sem væri að kveðja kæmi aldrei aftur.
MBL

VILJA EKKI BISKUP Í KLÚBBINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.12.17.. Prestar heyra undir Kjararáð og þar með biskup. Prestafélagið færir rök fyrir launakröfum.
Breiðfirsk jólalög 2

BREIÐFIRÐINGAKÓRINN SÖNG INN JÓLIN

Hjá mér byrja jólin á tónleikum Breiðfirðingakórsins. Gleðileg jól, ljóð Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka við lag Händels var upphafslagið og síðan komu þau koll af kolli, Ave Maria, Sigvalda Kaldalóns var þarna að sjálfsögðu, tvö lög eftir kórstjórann Julian Michael Hewlet.