
VISTKREPPA EÐA NÁTTÚRUVERND
31.10.2018
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.10.18. ... Hlýnun jarðar var að sjálfsögðu mál málanna á nýafstaðinni Arctic Circle ráðstefnu, hinni sjöttu sinnar tegundar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, stendur fyrir. Framtak Ólafs Ragnars er stórmerkilegt og hlýtur að teljast til afreksverka eins og þau gerast mest ... Arctic Circle er merkilegt framlag Íslands til umræðu sem er mannkyninu öllu lífsnauðsynleg í óhugnanlega bókstaflegri merkingu. Valkostirnir eru vistkreppa eða náttúruvernd eins og Hjörleifur Guttormasson sagði fyrir tæpri hálfri öld. Því miður reyndist hann sannspár ...