
STASI, WIKILEAKS OG HEYKVÍSLARNAR
08.12.2018
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.12.18. Stasi var hræðileg stofnun, austurþýska leynilögreglan. Hún fylgdist með hverju fótmáli þegnanna og lét granna njósna um granna. Á endanum vissu þetta allir og þá var takmarkinu náð, nefnilega að halda öllum, samfélaginu öllu, í heljargreipum. Eins gott að halla ekki orði á valdið eða gera neitt sem hægt væri að sakfella þig fyrir. Sakfelling, hét hún einmitt ...