Fara í efni

HÉR ER HÆGT AÐ SKRIFA UNDIR ÁSKORUN UM AÐ HAFNA ORKUPAKKANUM!

Í skrifum, m.a. hér á síðunni, hefur ítrekað verið gerð grein fyrir fyrir ástæðum þess að rétt sé hafna 3. Orkupakkanum þó ekki væri vegna annars en að þeir fyrirvarar sem okkur er sagt að eigi að tryggja hagsmuni Íslands halda ekki.
Fyrri umræða um þingsályktunina, sem ætlað er að festa þennan þriðja áfanga á markaðsvæðingu raforkukerfisns inn í EES skuldbindingar Íslands, stendur nú yfir og er mikilvægt að þingmenn þekki hug almennings.
Ég hvet alla til að fara inn á www.orkanokkar.is þar sem er að finna undirskrifatsaöfnun þar sem skorað er á alþingismenn að hafna Orkupakka þrjú.