Birtist í DV 05.05.18.. Að undanförnu hefur farið fram hatrömm umræða í þjóðfélaginu um mál sem á sér marga snertifleti: Barnaníð, aðkomu stofnana að slíkum málum, samskiptum þeirra á milli, aðkomu eftirlits- og aðhaldsaðila, leka úr stjórnsýslunni, pólitískri ábyrgð ráðherra, hvað telja má siðlegt og ósiðlegt í umfjöllun fjölmiðla, aðkomu Alþingis og einstakra alþingismanna.
Það skiptir máli hvað knýr okkur til verka. Þetta skiptir ekki síst máli þegar við ræðum fyrirkomulag á þeirri þjónustu sem við viljum að samfélagið bjóði upp á.
Í morgun gátum við fylgst með beinni útsendingu frá fundi Velferðarnefndar Alþingis um meintar ávirðingar í garð forstöðumanns Barnaverndarstofu og sömuleiðis meinta ósannsögli ráðherra.
Um nokkurra vikna skeið höfum við fylgst með deilum sem snúa að barnaverndarmálum, skipulagi málaflokksins, samskiptum stofnana og mismunandi aðila innan kerfisins.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.04.18.. Smám saman rennur upp fyrir okkur sú kreppa sem heimurinn er í; hve vanmegna hann er frammi fyrir stríðsátökum og ofbeldi.
Birtist á visir.is 24.04.18.. Í maí á síðasta ári var efnt til opins borgarafundar í Iðnó í Reykjavík um málefni eldra fólks með sérstakri áherslu á heimaþjónustu og mannréttindi. Fullt var út úr dyrum á fundinum og í kjölfarið rigndi yfir okkur, sem fram komum þar, fyrirspurnum og hvatningu um að halda málefninu á lofti.
Birtist I Morgunblaðinu 23.04.18.. Þarfir og óskir aldraðs fólks eru engan veginn einsleitar enda heilsufar, félagsleg staða og afstaða hvers og eins mismunandi.
Í Silfri Egils í dag var rætt talsvert um nýafstaðnar árásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka á Sýrland, að sögn til að senda "skýr skilaboð um að notkun efnavopna yrði aldrei liðin".