Fara í efni

Greinar

ÖRN ÞORVALDSSON ÁVARPAR NÁTTÚRUVERNDARFÓLK: ÍSLENDINGAR VAKNIÐ!

ÖRN ÞORVALDSSON ÁVARPAR NÁTTÚRUVERNDARFÓLK: ÍSLENDINGAR VAKNIÐ!

Bændablaðið hefur í seinni tíð vera einn kröftugasti fjölmiðill landsins. Bændablaðið er að vinna sér þann sess í hugum okkar margra að blaðið verði maður að lesa vilji maður fylgjast með því markverðasta sem fram kemur í þjóðmálaumræðunni.  Ritstjórnargreinar Bændablaðsins hafa verið afbragðsgóðar og sömuleiðis fréttaefni. Þá er að nefna greinar í blaðinu sem margar hverjar eru í senn fróðlegar og vekjandi. Ein slík birist í síðasta tölublaði og er eftir Örn Þorvaldsson, sem  ...
ÞANKAR UM MANNRÉTTINDI Í KJÖLFAR ECRI FUNDAR

ÞANKAR UM MANNRÉTTINDI Í KJÖLFAR ECRI FUNDAR

ECRI er skammstöfun fyrir þá nefnd Evrópuráðsins (ekki Evrópusambandsins) sem fjallar um kynþáttafordóma og umburðarleysi,  European Commission against Racism and Intolerance . Einn fulltrúi er frá hverju 47 aðildarríkja Evrópuráðsins og var ég skipaður fulltrúi Íslands sumarið 2017 og sat ég minn fyrsta fund í lok þess árs ... Á að leyfa trúarhópum að reka skóla á sínum vegum og sínum forsendum innan almenna skólakerfisins, þ.e. skóla kaþólikka, gyðinga, íslamska skóla og á þá ríkið jafnaframt að standa straum af kostnaði; á að leyfa klæðnað í skólum og þegar opinberum embættum er sinnt, sem endurspeglar trúarbrögð ...
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA VILL ÚT ÚR BRÁÐAMÓTTÖKUNNI

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA VILL ÚT ÚR BRÁÐAMÓTTÖKUNNI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22/23.06.19. Afstaða lækna til boðaðrar heilbrigðisstefnu virðist nokkuð ráðast af því hvar þeir eru starfandi. Afstsaða samtaka lækna er svo aftur varfærin, þeir vilja greinilega sem fæsta styggja og minna á veðurfræðinginn sem sagður var hafa spáð fyrir verslunarmannahelgi: “Gert er ráð fyrir breytilegu veðri - um allt land.“ Það sannleikskorn er í þessari aulafyndni að spá um slæmt veður um verslunarmannahelgi getur  ...
“ICELANDAIR” BÝÐUR UPP Á KAFFI OG KÖKU Á ÞJÓÐHÁTÍÐ

“ICELANDAIR” BÝÐUR UPP Á KAFFI OG KÖKU Á ÞJÓÐHÁTÍÐ

Ég varði fyrrihluta þjóðhátíðardagsins í flugvél flugfélags sem einu sinni hét Flugleiðir og einhvern timann Flugfélag Íslands, en heitir nú Icelandair fyrir millilandahlutann og Iceland Connect fyrir hinn innlenda. Icelandair er þó ekki útlenskara en svo að í tilefni dagsins var um borð í vélinni boðið upp á súkkulaðiköku með íslenskum fána á lítilli stöng. Þetta var vel til fundið og kom öllum í gott skap, útlendingum jafnt sem Íslendingum. Síðan fékk maður ...
AÐFÖRIN AÐ WIKILEAKS: ER LONDON AÐ LOKA Á LÝÐRÆÐIÐ?

AÐFÖRIN AÐ WIKILEAKS: ER LONDON AÐ LOKA Á LÝÐRÆÐIÐ?

... Í vikunni var ég í London, tók þar þátt í ráðstefnu um þetta málefni undir heitinu   Imperialism on Trial.  Þar talaði ég ásamt fleirum en fundarstjórinn var  Goerge Galloway.  Ég sat einnig ásamt   Kristni Hrafnssyni , ritsjóra Wikileaks og lögmanni úr teymi Wikileaks, fyrir svörum á fréttamannafundi   Press Association   þar sem saman voru komnir um áttatíu fréttamenn víðs vegar að úr heiminum. Ég taldi sextán sjónvarpsmyndavélar og er það til marks um áhugann á málinu. Á miðvikudag var tekið upp viðtal við mig í myndveri   Russian Television   þar sem  ...
AUGLÝSINGASTOFA HEFÐI EKKI GERT BETUR

AUGLÝSINGASTOFA HEFÐI EKKI GERT BETUR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.06.19. Nú er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að samþykkja matarinnflutningspakkann. Um er að ræða mál sem varðar stefnu Evrópusambandsins þannig að Samfylking og Viðreisn verða með stjórnarflokkunum og í ljósi sögunnar Píratar að líkindum líka.  Saga málsins er sú að   ...
VIKA Í VÍN MEÐ ECRI

VIKA Í VÍN MEÐ ECRI

... Hvert hinna 47 aðildarríkja Evrópuráðsins eiga fulltrúa á nefndinni en á fimm ára fresti heimsækja, fyrir hennar hönd, tveir nenfndarmenn ásamt starfsmönnum Evrópuráðsins sérhvert aðildarríkja Evrópuráðsins. Hinn nefndarmaðurinn var írskur, Michael Farrell að nafni, þekktur mannréttindalögfræðingur í Írlandi en lengi vel hafði hann búið á Norður-Írlandi.  Þetta var fyrsta heimsókn mín fyrir ECRI nefndina en áður hafði ég verið svipaðra erindagjörða í Moldóvu í nokkur skipti fyrir hönd þings Evrópuráðsins ...
AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

Í morgun ávapaði ég fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta Menntaskólans í Reykjavík stúdentahópinn sem nú útskrifast. Ég var í góðum félagskap því Páll Bergþórsson ávarpaði fyrir hönd sjötíu og fimm ára stúdenta, eldhress enda ekki langt síðan hann vakti þjóðarathygli fyrir frækið fallhlífarstökk! Alltaf gaman að hlusta á Pál Bergþórsson. Eftirfarandi er mitt ávarp ...
ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

Hin langa umræða um markaðsvæðingu raforkunnar á Íslandi er ekki það versta sem hent hefur á Alþingi Íslendinga.  Þvert á móti er margt jákvætt við hana. Hún sver sig í langa hefð um andóf minnihluta á þingi gegn umdeildum lagafrumvörpum þingmeirihluta. Ég nefni ...
MÓTMÆLASVELTI KÚRDA LOKIÐ MEÐ MIKILVÆGUM ÁRANGRI

MÓTMÆLASVELTI KÚRDA LOKIÐ MEÐ MIKILVÆGUM ÁRANGRI

Á sunnudag var tekin ákvörðun um að ljúka mótmælasvelti innan og utan tyrkneskra fangelsismúra til að krefjast þess að einangrun Öcalans, leiðtoga Kúrda, yrði rofin.   Hann hafði ekki fengið að hitta lögmenn sína í átta ár þegar heimild var veitt fyrir stuttum fundi 2. maí síðastliðinn.   Það nægði ekki til að nær sjö þúsund þátttakendur í mótmælasveltinu létu af mótmælunum en eftir að annar fundur var heimilaður 22. maí sl. barst afdráttarlaus áskorun frá Öcalan um að mótmælunum yrði hætt enda árangur náðst! Athyglisvert er að ...