Fara í efni

Greinar

ÞORBJÖRG SIGRÍÐUR MEÐ GÓÐA GREIN

ÞORBJÖRG SIGRÍÐUR MEÐ GÓÐA GREIN

Í Fréttablaðinu í dag biritst í dag grein eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um réttarhöld tengdum mannréttindabaráttu Kúrda. Í umsögn um gein Þorbjargar sagði ég þetta: “ Mig langar til að þakka kærlega fyrir þessa upplýsandi og prýðilegu grein! Nú verður athyglisvert að sjá hver niðurstaða dómsins verður. Eins og vænta mátti héldur tyrkneska málsvörnin því fram að ekki hafi öll úrræði verið reynd til þrautar innanlands áður en farið var með málið til Strassborgar. Þetta hafa íhaldssamar raddir alla tíð sagt og horfa þá framhjá því að ENGAR trúverðurgar réttarfarsleiðir eru ...
OECD MEÐ ENDURTEKIÐ EFNI

OECD MEÐ ENDURTEKIÐ EFNI

Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gerðist OECD helsta hreiður áróðursmeistara markaðsvæðingar samfélaganna. Varð einskonar hugmyndasmiðja eða verkstæði. Á íslensku hefur OECD hlotið heitið Efnahags- og framfarastofnunin. Framfarahluti þessarar nafngiftar hefur alltaf orkað tvímælis í mínum huga. Fulltrúum þessarar stofnunar hefur jafnan verið tekið hér á landi sem boðberum mikillar þekkingar og visku þegar þeir hafa lagt leið sína hingað. Fáir virðast muna að ...
ÞETTA ER GERANDINN

ÞETTA ER GERANDINN

Fram er komið að vatnasvið Jökulsár á Fjöllum á Norðausturlandi verður friðað fyrir orkuvinnslu. Nánar tiltekið verður vatnasvið árinnar og áin sjálf suður af Ásbyrgi friðlýst.   Landeigendur á svæðinu hafa hótað að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir að skerða möguleika þeirra til orkuvinnslu í hagnaðarskyni. Í blaðaskrifum og viðtölum fara landeigendur hörðum orðum um “gerendur” þessarar  friðlýsingar. Lesendur eru upplýstir um að höfuðgerandinn sé að sjálfsögðu umhverfisráðherrann, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Um hann er farið hörðum orðum.  Ég ætla hins vegar að ...
REYNT AÐ YFIRBUGA LÝÐRÆÐIÐ

REYNT AÐ YFIRBUGA LÝÐRÆÐIÐ

Helsta viðfangsefni stofnanaveldisins í Evrópu er hvernig megi koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu nái fram að ganga. Með stofnanaveldinu er átt við ríkisvald, fjölmiðlaveldið, háskólasamfélagið, “aðila vinnumarkaðar”, að ógleymdum “álitsgjöfum”(allt með sínum undantekningum), sem tilbúnir eru að stilla sér upp gagnvart meirihlutanum, afgreiða hann sem jaðarhóp, pópúlista og allt þaðan af  verra. En okkur fjölgar sem spyrjum...
VIÐ ÖLL DAUÐ EN ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐ Á FUNDI

VIÐ ÖLL DAUÐ EN ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐ Á FUNDI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.09.19. ... Nú geri ég mér grein fyrir því að stundum hafa þeir hlutir hent sem hugsanlega hefði verið hægt að fyrirbyggja með lokunum og eftirliti. En það eru undantekningarnar og þær eiga ekki að stjórna því hvort opnu samfélagi verði lokað og því nánast læst. Þetta voru skilaboðin í Kaupmannahöfn undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Í mínum huga eiga þau enn erindi. Og svo er það hitt að fyrr má nú rota en dauðrota. Spurningin er þá hvort ekki sé einmitt dauðrotað með fyrirliggjandi  ...
BJÖRGVIN HEIÐRAÐUR

BJÖRGVIN HEIÐRAÐUR

Á þessari mynd má sjá Björgvin Magnússon horfa út um glugga á skátaskálanum  - Gilwellskálanum - á Úlfljótsvatni. Björgvin var um árabil mótandi í starfi á Úlfljótsvatni og saga hans og staðarins samofin.  Björgvin er 96 ára, í fullu fjöri, skrifar skrautskrift, ekur bíl og jafn ákafur um framgang lífsins og nokkur ungur maður. Svo er hann pabbi hennar Eddu, okkar ástsælu leikkonu.   Fjölskylda Jónasar B. Jónssonar - mín fjölskylda – vildi heiðra Björgvin á 95 ára afmæli hans í fyrra með því að ...  
UM FLOKKSRÆÐI Á ALÞINGI

UM FLOKKSRÆÐI Á ALÞINGI

Forseti Alþingis skýrði frá því úr forsetastóli við þingsetningu í dag að ákveðið hefði verið að banna andsvör við ræðum þingmanna við ræðum þingmanns úr   eigin   flokki. Hefur þetta verið hugsað til enda? Ég leyfi mér að spyrja hvort þingmenn séu ekki þegar allt kemur til alls   á eigin vegum   fremur en vegum   eigin   flokks. Þannig geta þingmenn sagt sig úr flokkum og eru auk þess frjálsir að ganga gegn samflokksmönnum sínum. Það hefur oft gerst en oftast verið umdeilt. Annars vegar hefur þá verið ...
HVERN ÁTTI AÐ SKJÓTA?

HVERN ÁTTI AÐ SKJÓTA?

Heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, var um sumt snautlegri en efni stóðu til. Staðreyndin er náttúrlega sú að tilefni var fyrir íslensk stjórnvöld til að fagna þessum trausta bandamanni Íslands í NATÓ sem á táknrænan hátt staðfestir með heimsókn sinni samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að auka möguleika á hernaðarumsvifum NATÓ og Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta er hinn napri veruleiki, annað eru umbúðir ... 
KLÚBBURINN GEYSIR 20 ÁRA: AFMÆLISÁVARP

KLÚBBURINN GEYSIR 20 ÁRA: AFMÆLISÁVARP

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar upplýsandi grein, sem birtist á vefritinu Kjarnanum í dag um Klúbbinn Geysi sem í dag fagnar tuttugu ára afmæli sínu.  Ég hef setið í stjórn Klúbbisns Geysis frá upphafi og flutti ég af þessu tilefni ávarp í afmælishófinu ásamt Styrmi Gunnarssyni sem einnig var með í upphafi  og hefur auk þess alltaf nálægur þegar á hefur þurft að halda. Hver veit nema ...  
EFNT TIL UMRÆÐU UM HEILBRIGÐISSTEFNU

EFNT TIL UMRÆÐU UM HEILBRIGÐISSTEFNU

Það heilbrigða við þá umræðu sem heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur efnt til um heilbrigðisstefnu til framtíðar, er hve vel hún er grunduð og hve víðfeðm hún er. Umræðan tekur til menntunar og mönnunar í heilbrigðisþjónustunni, stöðu rannsókna og vísindastarfs. Fyrir þetta á heilbrigiðsráðherra lof skilið. Í gær efndi hún til umræðufundar um ýmsa þætti sem þyrfti að íhuga við stefnumótunina og voru þar til staðar, ekki aðeins toppar kerfisins eins og hefðbundið er, heldur einnig fulltrúar starfsfólks á borð við sjúkraliða ...