Fara í efni

Greinar

LÍFSEIGT ÞINGMÁL UM JARÐAKAUP

LÍFSEIGT ÞINGMÁL UM JARÐAKAUP

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.07.19. Í nóvember árið 2011 flutti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þáverandi alþingismaður, eftirfarandi þingsályktunartillögu á Alþingi og fylgdi ítarleg og vönduð greinargerð: “Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða lög og reglugerðir er varða uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmið með endurskoðuninni verði m.a. ... 
29 Í HUNDRAÐIÐ

29 Í HUNDRAÐIÐ

Mig langar til að þakka öllum þeim sem sendu mér kveðju í tilefni afmælis míns í dag - friends abroad thank you for your greetings. Ég óttast að ég muni ekki komast yfir að þakka hverju og einu ykkar sem sendu mér kveðju þótt ég gjarnan vildi. Þess vegna þessi þakkarkveðja til ykkar allra. Deginum höfum við varið með fjölskyldunni í bústað okkar undir Mosfelli, austast í Grímsnesi. Ég fékk dýrindis afmælisgjöf frá barnabörnum og frændsystkinum  ...
ÍSLAND OG FILIPPSEYJAR: HUGREKKI?

ÍSLAND OG FILIPPSEYJAR: HUGREKKI?

Mér er minnisstætt samtal við konu frá Filippseyjum sem ég átti fyrir ekki svo ýkja löngu. Hún starfar fyrir alþjóðaverkalýðshreyfinguna í Genf og er barátta fyrir mannréttindum einkennandi fyrir þankagang hennar. Nema þá helst hvað varðar hennar ættjörð. Við spjölluðum margt: “ Hvers vegna kjósa Filippseyingar annan eins drullusokk og ofbeldismann sem forseta lands síns?” , spurði ég. Þögn.Svo svar:   “Það hlýtur að vera einhver ástæða.” ...
Á ÞRÖNGUM SVEITAVEGUM OG Á DRÓNASÝNINGU

Á ÞRÖNGUM SVEITAVEGUM OG Á DRÓNASÝNINGU

Í vikunni hef ég verið á ferð á svæðinu við Bodensee í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi. Þetta er mjög skemmtilegt svæði, merki um rótgróna menningu Mið-Evrópu hvarvetna að sjá – og landið yndislegt, tindar Alpanna víða sýnilegir, akrar, skóglendi, hæðótt land og slétt ber fyrir augu þegar ekið er um glettilega mjóa sveitavegina. Þegar umferðin var mikil hægði á henni þannig að bílalestirnar siluðust áfram. Svo rættist úr og hraðinn varð skaplegur. Svipað og á íslenskum vegum, hægagangur á almestu annatímum en síðan greiðfært. Ég ákvað að segja engum frá þeim Jóni Gunnarssyni fyrrum samgönguráðherra og Sigurði Inga núverandi samgönguráðherra sem eiga lausn ...  
Á SLÓÐUM GUÐRÍÐAR ÞORBJARNARDÓTTUR

Á SLÓÐUM GUÐRÍÐAR ÞORBJARNARDÓTTUR

Reichenau er eyja sem gengur út í Bodensee vatnið, ekki langt frá borginni Konstanz sem er við landamæri Þýskalands og Sviss. Reichenau er kölluð eyja þótt hún sé landföst við meginlandið. Aðeins örgrannt eiði tengir eyju og land. Þarna er að finna þrjár ævagamlar kirkjur og þeim tengd voru klaustur einnig á fyrri tíð. Elsta kirkjan er frá áttundu öld en hinar tvær voru einnig byggðar mjög skömmu síðar og er þá að vísu hugsað í öldum. Mjög fróðlegt var að ...
Í HEIMSÓKN HJÁ PETER LENK

Í HEIMSÓKN HJÁ PETER LENK

Það er margt að sjá við Bodensee vatnið í Þýskalandi. Þar er borgin Konstanz sem að hluta til er í Þýskalandi og hluta til í Sviss. Ekki langt frá er smábærinn Bodman. Þar býr listamaðurinn Peter Lenk sem sameinað hefur í ótrúlega magnað listform höggmyndagerð og ádeiluskopmyndir ...
HVAÐ FINNST YKKUR UM NATÓ KRAKKAR?

HVAÐ FINNST YKKUR UM NATÓ KRAKKAR?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 06/07.07.19. ... En hvað skyldi hinu glaðbeitta unga baráttufólki hafa fundist um nýafstaðna heræfingu NATÓ hér á landi og um tilgangslaust loftrýmiseftirlit yfir Íslandi sem fyrst og fremst er sú leikfimisæfing hernaðarbandalags að hnykla vöðvana – um leið og það stígur mengunarsporið dýpra á einum degi en allir bændur Íslands hafa gert samanlagt í þúsund ár, en sem kunnugt er segja stjórnvöldin bændur bera meiri ábyrgð á hlýnun jarðar en aðrir menn hér á landi ...
Í GRIKKLANDI

Í GRIKKLANDI

Það er heitt í Grikklandi þessa dagana þar sem ég og Vala kona mín erum á ferðalagi. Og þrátt fyrir hlýnun jarðar var eflaust líka heitt þar fyrir tvö þúsund og fjögur/fimm hundruð árum þegar grísk menning reis hvað hæst. Merkilegt að yfirleitt hafi verið hægt að hugsa eins skýrt í jafn heitu landi án loftkælingar. En auðvitað voru, og eru enn, aðrar árstíðir svalari og svo voru böðin. Ég hef oft leitt að því hugann hvernig menning ...
ÖSSUR YLJAR UM HJARTARÆTUR

ÖSSUR YLJAR UM HJARTARÆTUR

Ýmsu góðu hafa mörg íslensk fyrirtæki fengið áorkað um dagana – enda margir lagt hönd á plóginn. Óneitanlega hefur frumkvæði einstaklinga líka skipt miklu máli. Það á án nokkurs efa við um Össur Kristinsson sem setti á laggirnar Össur nafna sinn, fyrirtækið,  sem síðan hefur vaxið og dafnað, fyrst á Íslandi og svo um heiminn allan. Og framleiðslan er ekki eins og hver önnur neysluvara heldur ...
ÞRÚGANDI ÞÖGN UM OFBELDIÐ Í PALESTÍNU

ÞRÚGANDI ÞÖGN UM OFBELDIÐ Í PALESTÍNU

...Pólitískar fangelsanir eru daglegt brauð og á það við um börn og unglinga auk fullorðins fólks.   Ég hvet alla til að kynna sér árasfjórðungsrit Addameer sem nálgast má hér ...  Hið skelfilega við framvinduna í Palestínu er þögn umheimsins . Eins og við þekkjum þá segir máltækið að þögn sé sama og samþykki. Sem betur fer er þögnin ekki alger.   Sveinn Rúnar Hauksson , læknir, hefur aldrei þagnað enda gerðu Palestínumenn hann að heiðursborgara í höfuðborginni Rammallah fyrir ekki svo ýkja löngu og   Björk Vilhelmsdóttir , fyrrum borgarfulltrúi ...