Fara í efni

Greinar

SIGURÐUR INGI SÓLAR SIG

SIGURÐUR INGI SÓLAR SIG

Birtist í Morgunblaðinu 20.08.19. Um miðbik sumars birtist grein í Morgunblaðinu eftir formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, undir sólríkri fyrirsögn: Af stjórnmálum og sólskini.  Greinin er skrifuð rétt eftir að ríkisstjórnin hafði skýrt frá undanhaldi sínu í “hráakjötsmálinu”, að hún hygðist ekki verða við áskorunum um að taka þetta umdeilda mál upp á nýjum forsendum gagnvart EES og setja ...
GETUR VERIÐ RÉTT AÐ SKIPTA UM SKOÐUN?

GETUR VERIÐ RÉTT AÐ SKIPTA UM SKOÐUN?

Biritst í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.08.19. Ég er ekki frá því að umræða í þjóðfélaginu um innleiðingu orkustefnu Evrópusambandsins hér á landi sé að breytast. Að hluta til er það vegna þess hve mjög hún hefur dregist á langinn. Eða öllu heldur, hve mjög hún hefur verið dregin á langinn. Málþóf á Alþingi í mikilvægustu hitamálum getur þannig verið til góðs ... En hvernig hefur umræðan breyst? ...  
MEÐ SÓL Í HJARTA

MEÐ SÓL Í HJARTA

Hann er heldur svalari en fyrir aðeins fáeinum dögum en því get ég lofað fólki að þau eru með sólina í hjarta sínu þau  Hlín Pétursdóttir Behrens  sópransöngkona og  Ögmundur Þór Jóhannesson  gítar­leikari sem leika á sumar­tónleik­um  Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­sonar, þriðju­dags­kvöldið 13. ágúst. Hvað gerir mig þess umkominn að segja þetta? Svarið er að ég sótti tónleika þeirra í dómkirkjunni að Hólum í Hjaltadal eins og fram kom á heimasíðu minni og tala því af eigin reynslu.
HELLSIFJÖRÐUR OG HAFRÓ

HELLSIFJÖRÐUR OG HAFRÓ

Ánægjulegar voru þær fréttir að ríkið hygðist kaupa Hellisfjörð, eyðifjörð á Austfjörðum, inn úr Norðfirði.  Þýskur auðkýfingur hafði í hyggju að kaupa fjörðinn á 40 milljónir og nýta til fiskeldis, jafnvel byggja höfn. Það var hins vegar rökrétt að ríkið keypti, m.a. vegna þess að svæðið er á náttúruminjaskrá og í náttúruverndaráætlun 2009-2013 var lagt til að það yrði friðlýst. Svo er hin ástæðan, að koma í veg fyrir að auðmenn klófesti Ísland allt.  Ísland allt? Já, Ísland allt; með manni og mús. Þannig er okkur nú sagt ...
ANNETTE GROTH UM HERVÆÐINGU ÞÝSKALANDS

ANNETTE GROTH UM HERVÆÐINGU ÞÝSKALANDS

Fyrir nokkrum dögum birtist á vefmiðlinum   The Real News   athyglisvert viðtal við   Annette Groth , fyrrum þingmann Vinstri flokksins í Þýskalandi (Die Linke), um hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi, m.a. að áeggjan Bandaríkjanna. Annette Groth ræðir í viðtalinu einnig um nýlegar aðgerðir gegn Íran. Þær séu brot á alþjóðalögum þótt lítið sé rætt um þá hlið mála í okkar heimshluta. Viðtalið er stutt og hnitmiðað og er ...
ÞAKKIR TIL FRÉTTABLAÐSINS. EÐA KANNSKI EKKI!

ÞAKKIR TIL FRÉTTABLAÐSINS. EÐA KANNSKI EKKI!

Ríkasti maður Bretlands var að kaupa enn eina jörð á Norðausturlandi. Þær skipta nú tugum – á milli 40 og 50. Fréttablaðið slær kaupunum upp á forsíðu með mikilli velþóknun:   “Radcliffe segir nátturuna í forgangi.”   Undir þessari stórfrétt er auglýsing um Útsölu. Rímar vel. Forsíðufrétt Fréttablaðsins og framhald inni í blaðinu er síðan lítið annað en fréttatilkynning frá auðkýfingnum þar sem vitnað er í hann í þriðju persónu,   „árangur af endurbótum og fyrri fjárfestingum Jims Ratcliffe í Selá er þegar sýnilegur, en þar hefur veiði nú aukist frá ári til árs ...
MÁ BJÓÐA ÞÉR UPP Á SKYR?

MÁ BJÓÐA ÞÉR UPP Á SKYR?

Birtst í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.08.19. ...“En hvað á ég þá að segja við Bretann sem vill beikon með egginu í morgunmat”, spurði hótelhaldari mig þegar við ræddum innflutning á kjöti en hann vildi fá að flytja inn sitt beikon þegar innlend framleiðsla annaði ekki eftirspurn, og lambakjötið líka. Ég var ekki reiðubúinn að svara honum eins og hann helst vildi svo mér datt ekki í hug annað en að stinga upp á því að ...
YNDISLEG STUND Í HÓLADÓMKIRKJU

YNDISLEG STUND Í HÓLADÓMKIRKJU

Eins og ég vék að á heimasíðu minni í gær stóð til að sækja tónleika þeirra Hlínar  Pétursdóttur Behrens, söngkonu, og Ögmundar Þórs Jóhannessonar, gítarleikara, í Hóladómkirkju í gær. Það gekk eftir og gott betur því einnig var sótt messa hjá vígslubiskupi, Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, og inn á milli var boðið upp á messukaffi af bestu gerð. Allt var í þetta í boði Hóladómkirkju og Guðbrandsstofnunar og í gæðaflokki eftir því. Tónleikarnir voru að mörgu leyti sérstakir og verða eftirminnilegir, lagavalið, fjölbreytt og skemmtilegt, söngurinn afbragðsgóður og gítarleikurinn að sama skapi. Næstu tónleikar þeirra Hlínar og Ögmundar Þórs verða í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði, 7. ágúst, klukkan 20:30 og í ...  
ÖLL HEIM AÐ HÓLUM !

ÖLL HEIM AÐ HÓLUM !

Ekki er það beinlínis hin hefðbundna Hólahátíð sem dregur mig í dag Heim að Hólum eins og þar stendur. Viðburðir dagsins á Hólum í dag munu þó án efa rísa undir hátíðarheitinu. Að lokinn messu klukkan tvö og messukaffi verður klukkan 16 efnt til tónleika þar sem fram koma þau Hlín Pétursdóttir Behrens , söngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson , klassískur gítarleikari ...  
VG GETUR EKKI LEYFT SÉR AÐ LEYFA HERNUM AÐ SNÚA TIL BAKA!

VG GETUR EKKI LEYFT SÉR AÐ LEYFA HERNUM AÐ SNÚA TIL BAKA!

Herinn sem hvarf af landi brott árið 2006 er að snúa til baka. Og ef hann snýr til baka – og ég endurtek   ef   af verður, ef ekki verður gripið í taumana - þá verður það í boði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst. Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur. Þá er VG eftir. En hvað heyrum við þaðan? ...