Fara í efni

TÖKUM AF ÞEIM KVÓTANN – ÞAÐ LIGGUR Á!

Eftirfarandi segir á vísi.is í dag:

“Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember …”

Eitt er að þessir menn leyfi erlendum fjármálamönnum að fjárfesta í eigin rekstri. En ekki í sjávarauðlindinni okkar. Það er að sjálfsögðu kvótinn sem braskarar þessa heims sækjast eftir.

Tökum hann af þeim áður en þeir eyðileggja meira.

Sjá nánar: https://www.visir.is/g/2019191209676/vill-utlendinga-ad-bordinu-i-brimi