Fara í efni

AUÐVITAÐ Á AÐ LEYFA NAFNLEYND

Í útvarpi heyrði ég viðmælanda fréttamanns réttlæta kvöð á nafnbirtingu með því að í henni fælist aðhald gagnvart hinu opinbera.

Þetta held ég að geti verið rétt. Til dæmis ef hunsa á hæfa umsækjendur. Þá er eðlilegt að öllum sé kunnugt um að þeir hafi boðið fram starfskrafta sína. Öllum megi þá ljóst vera að gengið hafi verið framhjá þeim. 

Ef umsækajndi hins vegar óskar nafnleyndar þá á að virða þá ósk. Þá eru líka fallin út aðhadsrökin. Hæfir umsækjendur sækja iðulega ekki um starf sem óljóst er hvort þeir fengju, vilja því ekki að komist í hámæli að svo stöddu að þeir gætu hugsað sér til hreyfings á núverendi vinnustað. Slíkt er skiljanlegt og ber að virða.

Nafnleynd, sé hennar óskað, kallar þannig á fleiri umsækjendur. Rök fyrir nafnbirtingu eru þá að engu orðin.

Eftir stendur þá bara eitt, forvitni og hnýsni.