
GEGN HEIMSVALDASTEFNU – MEÐ WIKILEAKS
17.10.2019
Síðastliðinn sunnudag tók ég þátt í pallborðsráðstefnu í Derry á Norður-Írlandi undir yfirskriftinni Imperialism on trial – free Julian Assnange. Eins og heitið ber með sér er heimsvaldastefnan tekin til gagnrýninnar skoðunar og aðkoma handahafa þeirrar stefnu í aðförinni að Wikileaks og Julian Assnage. Ráðstefnustjóri var Greg Sharkey en auk mín töluðu Clare Daly og Mick Wallace, þingmenn Írlands fyrir Independants 4 change, á þingi Evrópusambandsins, Chris Williamson, þingmaður Verkamannaflokksins breska ...