Fara í efni

Greinar

AUÐVITAÐ Á AÐ LEYFA NAFNLEYND

AUÐVITAÐ Á AÐ LEYFA NAFNLEYND

Í útvarpi heyrði ég viðmælanda fréttamanns réttlæta kvöð á nafnbirtingu með því að í henni fælist aðhald gagnvart hinu opinbera. Þetta held ég að geti verið rétt. Til dæmis ef hunsa á hæfa umsækjendur. Þá er eðlilegt að öllum sé kunnugt um að þeir hafi boðið fram starfskrafta sína. Öllum megi þá ljóst vera að gengið hafi verið framhjá þeim. Ef umsækajndi hins vegar óskar nafnleyndar þá á að virða þá ósk. Þá eru líka fallin út aðhadsrökin. Hæfir umsækjendur sækja iðulega ekki um starf  ...
TÖKUM AF ÞEIM KVÓTANN – ÞAÐ LIGGUR Á!

TÖKUM AF ÞEIM KVÓTANN – ÞAÐ LIGGUR Á!

... Eitt er að þessir menn leyfi erlendum fjármálamönnum að fjárfesta í eigin rekstri. En ekki í sjávarauðlindinni okkar. Það er að sjálfsögðu kvótinn sem braskarar þessa heims sækjast eftir. Tökum hann af þeim áður en þeir eyðileggja meira. Sjá nánar ...
TEKST AÐ HEMJA SPILAVÍTIS-DJÖFULINN?

TEKST AÐ HEMJA SPILAVÍTIS-DJÖFULINN?

Enn er komin hreyfing á baráttuna gegn spilavítum. Einstaklingar hafa stigið hafa fram, ég nefni   Guðlaug J. Karlsson   sem hefur í nokkur ár sýnt gríðarlega staðfesu og hugrekki í baráttu sinni að fá niðurstöðu dómstóla um ólögmæti spilavíta hér á landi ... Þarna hefur Guðlaugur tekið við kyndlinum af   Ólafi M. Ólafssyni   sem um árabil hefur beitt sér í sömu veru af óbilandi krafti. ...   Þá hefur verið eftirtektarvert að fylgjast með baráttu  Ölmu Bjarkar Hafsteinsdóttur , sem hefur komið fram í fjömilum á hugrakkan og kraftmikinn átt ...
MÍN SÝN Á HEIMSSÝN

MÍN SÝN Á HEIMSSÝN

Ávarpsorð á fundi félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum: Í eftirfarandi ávarpsorðum mínum á þessum hátíðarfundi Heimssýnar í tilefni eitt hundrað og eins árs afmælis fullveldis á Íslandi langar mig til að gera grein fyrir þremur þönkum sem stundum hafa leitað á mig að undanförnu. Sá fyrsti tengist Heimssýn, nafni þessa félagsskapar. Síðan langar mig til að fara fáeinum orðum um það hvers vegna ég styrkist í þeirri vissu að okkar málstaður muni hafa betur þegar fram í sækir. Í þriðja lagi vil ég nefna hve mikilvægt ég tel það vera að við leiðréttum það ranghermi að  ...
RÍKISSTJÓRNIN STYÐJI JULIAN ASSANGE

RÍKISSTJÓRNIN STYÐJI JULIAN ASSANGE

Birtist í Fréttablaðinu 25.11.19. ...  Nú er spurning hvað ríkisstjórn Íslands hyggst gera, koma í vörn fyrir Julian Assange og Wikileaks opinberlega eða slást í för með þeim sem vilja hefta gagnrýna fjölmiðla.  Það var óneitnalega slæmt að horfa upp á aðstoð stjórnvalda við bandarísku lögregluna í sumar við að þrengja að Julian Assange, og það skýrt sem hvert annað lögreglusamstarf, þegar það í raun var pólitík og það ljót pólitík. Það var líka undarlegt að verða vitni að því að ríkisstjórnin skyldi  ...
SKYLDULESNING Á STUNDINNI UM SÝRLANDSLYGAR NATÓ-RÍKJA

SKYLDULESNING Á STUNDINNI UM SÝRLANDSLYGAR NATÓ-RÍKJA

Það er gott til þess að vita að til sé fólk sem heldur vöku sinni, fylgist með gangi alþjóðastjórnmála og lætur ekki mata sig á hverju sem er. Slík manneskja er Berta Finnbogadóttir.   Wikileaks og Stundin hafa birt upplýsingar um þrýsting af hálfu NATÓ ríkja að OPCW, eftirlitsstofnununin með notkun efnavopna í Haag, setji fram ósannan vitnisburð um rannsóknir á meintri eiturefnaárás Sýrlandsstjórnar á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra sem NATÓ síðan notaði sem átyllu til árása á Sýrland ...
ÞEGAR ÁRNI STEINAR ÞÓTTI ÓGNA KVÓTAKERFINU

ÞEGAR ÁRNI STEINAR ÞÓTTI ÓGNA KVÓTAKERFINU

... Á rni Steinar hafði verið umhverfisstjóri Akureyrar í um 20 ár og mótað bæinn. Sem slíkur naut hann mikillar virðingar.  En jafnframt óvildar af hálfu þeirra sem féll ekki hve staðfastlega hann gagnrýndi fiskveiðistjórnunarkerfið. Svo fór að forstjórar Útgerðarfélags Akureyrarog Samherja fengu því framgengt að Árna Steinari var meinað að stíga í ræðustól en í stað hans var fengin Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra. Hún sagði í ræðu sinni að nóg væri komið af gagnrýni í kvótakerfið. ...
HLUSTUM Á JÓN KRISTJÁNSSON

HLUSTUM Á JÓN KRISTJÁNSSON

Nú rifja það ýmsir upp að á undanförnum árum hefur Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, margoft reynt að benda á hvernig Samherji hefur verið að sölsa undir sig fiskveiðiheimildir víðs vegar um heim – ekki aðeins hér á landi heldur um heimshöfin vítt og breitt  -  og að ekki hafi aðferðirnar alltaf verið til eftirbreytni, alla vega samkvæmt þeim lögmálum sem kennd eru í sunnudagaskólum. “Margoft reynt…” segi ég og á þá við að þótt Jón Kristjánsson hafi  ...
ISAVIA: ER ENGINN Í MARKINU?

ISAVIA: ER ENGINN Í MARKINU?

... Um þetta var ekki spurt í fréttatímanum. Þó eiga að kvikna viðvörunarljós þegar einkaframkvæmd er annars vegar. Ég hélt að við værum komin það langt! En nú leyfi ég mér að stinga upp á því að ráðherrar verði spurðir um eftirfarandi ...
RÁÐUM REIKNINGSKENNARA ÚR HAGASKÓLA

RÁÐUM REIKNINGSKENNARA ÚR HAGASKÓLA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.11.19. Ég minnist samtals í aðdraganda bankahrunsins þar sem rætt var um ráðningu fjárfestingastjóra í lífeyrissjóði. Margir vildu finna klókan fjármálabraskara, aðila sem þekkti kerfið af eigin raun og innan frá, með öðrum orðum, sérhæfðan “fagmann”. Slíkir aðilar væru að vísu dýrir á fóðrum en á móti kæmi að þeir væru þyngdar sinar virði í gulli. Þeirra fag væri að græða. Einn þessara viðmælenda var ...