
REYNT AÐ YFIRBUGA LÝÐRÆÐIÐ
15.09.2019
Helsta viðfangsefni stofnanaveldisins í Evrópu er hvernig megi koma í veg fyrir að lýðræðisleg niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu nái fram að ganga. Með stofnanaveldinu er átt við ríkisvald, fjölmiðlaveldið, háskólasamfélagið, “aðila vinnumarkaðar”, að ógleymdum “álitsgjöfum”(allt með sínum undantekningum), sem tilbúnir eru að stilla sér upp gagnvart meirihlutanum, afgreiða hann sem jaðarhóp, pópúlista og allt þaðan af verra. En okkur fjölgar sem spyrjum...