Fara í efni

Greinar

HLUSTUM Á ÞETTA FÓLK!

HLUSTUM Á ÞETTA FÓLK!

Fyrir nokkru birti ég grein þar sem ég varaði við “aflátsbréfum” okkar samtíðar og líkti þar áróðri flugfélaga og olíufélaga fyrir aukinni neyslu - fljúga meira keyra meira - við sölumennsku kaþólsku kirkjunnar á 16. öld þegar menn gátu keypt kvittun fyrir því að allar syndir þeirra væru fyrirgefnar - þess vegna óhætt að syndga áfram. Útkoman úr aflátsbréfasölu samtímans gæti orðið sú að víðernum Íslands yrði stefnt í hættu svo ákafir yrðu ferðalangarnir í að kaupa sér sálarró – og góða samvisku ... Jákvæður vilji fólks til að rísa upp til varnar náttúrunni er vandmeðfarinn og er grundvallaratriði að skynsemi og dómgreind fylgi með í pakkanum. Til þess er jú barist að ...
EINTAL JÓHÖNNU KRISTÍNAR

EINTAL JÓHÖNNU KRISTÍNAR

Fyrr í mánuðinum var opnuð yfirlitssýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur í Listasafni Íslands. Mun hún standa fram yfir áramótin, til 26. janúar. Samhliða sýngunni, sem ber heitið   Eintal,   er gefin út bók um listakonuna og er hún prýdd myndum af verkum hennar ásamt upplýsingum og skýringum. Við opnun sýningarinnar kom greinilega fram að Knútur Bruun, sem listamenn og listunnendur þekkja af mikilli atorku og brennandi áhuga á myndlistinni um áratugaskeið, hefur verið   ...
TYRKIR SAKAÐIR UM AÐ BEITA EFNAVOPNUM

TYRKIR SAKAÐIR UM AÐ BEITA EFNAVOPNUM

Sú alþjóðastofnun sem fer með eftirlit með notkun bannaðra efnavopna, The Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons (OPCW) , rannsakar nú hvort tyrkneski innrásarherinn í Sýrlandi hafi beitt slíkum vopnum. Þykir margt benda til þess að svo hafi verið ... Hálf dapurlegt þykir mér þegar menn láta það villa um fyrir sér að Bandaríkin hafi átt tímabundna samleið með Kúrdum í Norður-Sýrlandi og ætla jafnvel Kúrdum að ganga erinda þeirra. Þetta er eins fráleitt og hugsast má. Það þekki ég af ...
GEGN HEIMSVALDASTEFNU – MEÐ WIKILEAKS

GEGN HEIMSVALDASTEFNU – MEÐ WIKILEAKS

Síðastliðinn sunnudag tók ég þátt í pallborðsráðstefnu í Derry á Norður-Írlandi undir yfirskriftinni   Imperialism on trial – free Julian Assnange.   Eins og heitið ber með sér er heimsvaldastefnan tekin til gagnrýninnar skoðunar og aðkoma handahafa þeirrar stefnu í aðförinni að Wikileaks og Julian Assnage. Ráðstefnustjóri var Greg Sharkey en auk mín töluðu Clare Daly og Mick Wallace, þingmenn Írlands fyrir Independants 4 change, á þingi Evrópusambandsins, Chris Williamson, þingmaður Verkamannaflokksins breska ...
SPJALLAÐ Á HRINGBRAUT VIÐ BOGA OG SIGMUND ERNI

SPJALLAÐ Á HRINGBRAUT VIÐ BOGA OG SIGMUND ERNI

Í gær tókum við saman spjall á Hringbraut við Bogi Ágústsson, fyrrum samstarfsmaður minn til margra ára á Sjónvarpinu, og Sigmundur Ernir, þáttastjórandi en einnig hann var um tíma samstarfsmaður. Það var þegar við báðir gegndum þingmennsku. Umræðuefnin voru Katalónía, mannréttindabrotin þar, árás Tyrkja á byggðir Kúrda í Rojava, kosningarnar í Póllandi, “popúlismi” og tvískinningur í stjórnmálum og síðan Brexit. Allt var þetta á vinsamlegum nótum eins og við mátti búast þótt ekki værum við sammála um allt ...
Í DERRY: HEIMSÓKN INN Í LIÐNA TÍÐ SEM ÞÓ ER SVO NÆRRI

Í DERRY: HEIMSÓKN INN Í LIÐNA TÍÐ SEM ÞÓ ER SVO NÆRRI

Mér var það merkileg reynsla að koma til Derry á Norður-Írlandi. Mín kynslóð ólst upp við fréttir af stríðsátökum þar óþægilega, og að okkur fannst, ótrúlega nærri okkur; að  borgarastyrjöld skyldi háð á Norður-Írlandi var óraunverulegt, líkt og það síðar varð undarlegt og óraunverluegt þegar Austurvöllur logaði í bókstaflegum skilningi haustið 2008 og í upphafi árs 2009 þegar fjármálakerfi Íslnds féll fyrir hendi glæframanna.  Allt getur gerst ef fólki finnst ranglætið vera orðið óbærilegt. Og óbærilegt var það á Norður-Írlandi undir ...  
ÁRÁSINNI Á ROJAVA MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI

ÁRÁSINNI Á ROJAVA MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI

Ég er þessa stundina staddur á Norður-Írlandi, nánar tiltekið í Derry, þar sem ég tók þátt í fundi/ráðstefnu um heimsvaldastefnuna undir fyrirsögninni  Imperialism on Trial. Ég náði rétt fyrir brottför mína á laugardag að sækja útifund á Austurvelli til mótmæla árás Tyrkja á byggðir Kúrda í Rojava norðanverðu Sýrlandi.   Salah Karim og félagar stóðu fyrir fundinum þar sem innrásinni var kröftuglega mótmælt svo og ofbeldi og fasisma hvar sem hann birtist.   Með fundarstaðnum var óbeint minnt á hlutdeild okkar Íslendinga ...
RÖKRÉTT VIÐBRÖGÐ KATRÍNAR

RÖKRÉTT VIÐBRÖGÐ KATRÍNAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.10.19. Niðurstaða er vonandi að fást í hin skelfilegu Guðmundar- og Geirfinnsmál þótt enn sé ekki ljóst hverjar lyktir verða. Það er komið undir Alþingi, sem fer með löggjafar- og fjárveitingavald, en í hendur þess er nú komið þingmál frá hendi forsætisráðherra. Einnig er sú leið opin að dómstólar kveði upp endanlegan dóm um skaðabætur. Hver hefur verið gangurinn í þessu máli? Árum saman var það látið danka og öllum tilraunum til endurupptöku hafnað. Á árinu 2011 er hins vegar ákveðið af hálfu framkvæmdavaldsins að ...
TIL AÐ FYRIRBYGGJA ALLAN MISSKILNING

TIL AÐ FYRIRBYGGJA ALLAN MISSKILNING

Í gær fagnaði ég yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra Íslands, væntanlega fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þar sem árás Tyrkja á Rojava í Norður Sýrlandi er fordæmd. Ánægja mín stendur óhögguð – svo langt sem það nær. En þar skilja leiðir eins og kannski við var að búast.   Í Morgunblaðinu í dag sér ráðherrann, þá væntanlega einnig fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, ástæðu til að taka það skýrt fram að hér sé ekki á nokkurn hátt verið að halla orði á NATÓ eða Bandaríkin. Bandaríkin hafi ekki ...
FRÉTTABLAÐIÐ FELLUR Á PRÓFINU

FRÉTTABLAÐIÐ FELLUR Á PRÓFINU

Birtist í Fréttablaðinu 10.10.19. ...  Getur það verið að svo sé komið að við sem tökum þátt í alþjóðlegri umræðu um málefni sem snerta samfélög og lýðræði á öðrum forsendum en ákveðin er í höfuðstöðvum Evrópusambandsins þurfum að sæta aðkasti – ekki vegna rökstuðnings okkar og málafylgju heldur fyrir að vera í röngu liði og fyrir vikið kölluð fábjánar sem bulli út í eitt. Er það þetta sem Fréttablaðið ætlar framvegis að bjóða lesendum sínum?    ...