Í tvígang hef ég beint sjónum að því hvert menn vilji halda á komandi kjörtímabili varðandi skatta og hef ég minnt á að ekki sé annað að heyra en að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma á svipaðri stefnu og hann gekkst fyrir í aðdraganda hruns með aðstoð Framsóknarflokksins.
Í gær var birt skoðanakönnun á Stöð 2 um fylgi flokkanna í væntanlegum Alþingiskosningum. Hér að ofan má sjá mynd af því hvernig Alþingi yrði skipað ef niðurstöður þessarar skoðanakönnunar ganga eftir.
Hvers vegna átti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, auðvelt með að svara fyrir stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Sjónvarpinu í kvöld? Það var ekki einvörðungu vegna þess að hún er vel máli farin og rökföst, heldur vegna hins að hún talar fyrir stefnu sem rímar vel við skynsemina.
Frá Iðnófundinum: Í ræðustól fundarstjórinn, Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi í Vogum. Árangur af starfi okkar í Innanríkisráðuneytinu til að efla beint lýðræði er nú smám saman að koma í ljós.
Á undanförnum áratugum hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur haft þá stefnu í atvinnumálum að stóriðja eigi að vera ein megin undirstaða efnahagslífsins.
Birtist í DV 12.04.13.. Mál sem tengdust hvarfi tveggja manna, Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, á áttunda áratug síðustu aldar hafa hvílt sem mara á þjóðinni.
Nú vilja margir útdeila fjármunum, sem erlendir kröfuhafar „eiga" hér í þrotabúum föllnu bankanna. Talað er um hundruð milljarða sem væru þessir peningar í hendi.
Íslykillinn sem svo er nefndur, var formlega tekinn í notkun í dag af hálfu Þjóðskrár Íslands. Það markar ákveðin tímamót í mínum huga því Íslykillinn er er auðkenni svipað nafnskírteini og hefur verið kallað nafnskírteini á netinu.