MIKIÐ UM HAMINGJUÓSKIR
27.07.2013
Birtist í DV 26.07.13.. Í Landsbankanum hefur gengið á með hamingjuóskum undanfarna daga. Ekki að undra kann einhver að segja því tilkynnt var að starfsmenn væru í þann veginn að eignast ígildi nokkurra milljarða í bankanum. Eins og fram hefur komið í fréttum fá starfsmennirnir greitt hlutfallslega í samræmi við laun sín.