Fara í efni

Greinar

Á EINELTISVAKTINNI MÁ ALDREI SOFNA

Á EINELTISVAKTINNI MÁ ALDREI SOFNA

... Þess vegna má aldrei sofna á vaktinni eins og segir í millifyrirsögn áhrifaríkrar blaðagreinar eftir Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðing og fulltrúa Flokks fólksins í Reykjavík. Hún birtir í dag af tilefni dagsins tvær verulega góðar greinar, annars vegar í Morgunblaðinu og hins vegar í Fréttablaðinu.  Ég hvet alla til að lesa þessar greinar ...
UM EINELTI Í SELTJARNARNESKIRKJU

UM EINELTI Í SELTJARNARNESKIRKJU

Eftirfarandi er hugvekja sem ég flutti um einelti í Seltjarnarneskirkju í dag: Hvorki illska heimsins né heimska illskunnar er ný af nálinni. Við komum öll auga á illskuna – jafnvel þótt við sjáum hana ekki alltaf sjálf af eigin rammleik þá gerum við það þegar á það er bent. Eins er það með heimsku illskunnar að hana skiljum við þegar öll kurl eru komin til grafar ...
HUNDRAÐ ÁRA ÖLDUNGUR FYRIR ÖLDUNGA

HUNDRAÐ ÁRA ÖLDUNGUR FYRIR ÖLDUNGA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.11.22. ... Og nú er öld liðin frá stofnun Grundarheimilanna. Óskandi væri að sú öld hefði öll verið fram á við. Það var hún lengi vel og afturhaldið ekki forsvarsfólki Grundar að kenna. Nú þarf að berjast á ný fyrir bjartri framtíð eins og hugsjónafólkið gerði fyrir hundrað árum. Grundarfólki sendi ég hamingjuóskir á stórafmælinu og þakkir fyrir mikilvægt framlag til samfélagsins í hundrað ár ...
RAUÐI ÞRÁÐURINN KYNNTUR Á LAUGARDAG

RAUÐI ÞRÁÐURINN KYNNTUR Á LAUGARDAG

...  Útgefandinn, bókaútgáfan Sæmundur, býður til bókamessu í Safnaðarheimili Grensáskirkju (Háaleitisbraut 66 í Rv.) laugardaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 14-17. Þar hefur mér verið boðið að lesa úr   Rauða þræðinum . Ég hef að sjálfsögðu þegið það boð   og býð ykkur sem þetta lesið að líta við.   Ég les upp um klukkan þrjú en þarna ...
HUGLEIÐINGAR UM ILMINN AF LÍFINU

HUGLEIÐINGAR UM ILMINN AF LÍFINU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22/23.10.22....  En það eru augnablikin í hinu daglega lífi sem ég er að leita að og þar leita ég mörgum hæðum neðar þessari fullsælu. Svarið við spurningu minni fann ég í dagblaði fyrir nokkrum árum. Hver eru bestu augnablikin í þínu daglega lífi var spurt.   Og eitt svarið þótti mér óborganlegt. Það var á þessa leið ...
FÓLK SEM ANDÆFIR RITSKOÐUN OG STYÐUR FRJÁLSA FJÖLMIÐLUN

FÓLK SEM ANDÆFIR RITSKOÐUN OG STYÐUR FRJÁLSA FJÖLMIÐLUN

Ég held það hafi verið á fimmtudagkvöld að Berta Finnbogadóttir hreyfði þeirri hugmynd að við færum að dæmi Breta og söfnuðumst saman við þinghús okkar í hádeginu í dag til að leggja áherslu á kröfu um að bresk stjórnvöld falli frá því að senda Julian Assange, stofnanda Wikileaks upplýsinga- og fréttaveitunnar, til Bandaríkjanna en þar yrðu bornar á hann sakir sem myndu kalla yfir hann 175 ára fangelsdóm ...
HVERNIG Á AÐ TRYGGJA FRIÐINN?

HVERNIG Á AÐ TRYGGJA FRIÐINN?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.10.22. Með réttlæti svarar utanríkisráðherra Íslands og segir heill mannkyns ráðast af því að sigrast á Rússum í Úkraínu. Svo mæltist ráðherra á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. En svo má ekki gleyma hinu að við fyrirfinnumst líka, og fer að ég hygg ört fjölgandi, sem þykir þetta vera varasöm nálgun. Í Úkraínu heyr NATÓ nú stríð við ...
SAMSTAÐA VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ KLUKKAN  12 Á LAUGARDAG TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE OG WIKILEAKS: VERJUM…

SAMSTAÐA VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ KLUKKAN 12 Á LAUGARDAG TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE OG WIKILEAKS: VERJUM FRJÁLSA FRÉTTAMENNSKU!

Efnt verður til samstöðu við Alþingishúsið í hádeginu laugrdaginn 8. október á milli klukkan tólf og eitt til þess að krefjast þess að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði þegar í stað látinn laus úr fangelsi í Bretlandi og að fallið verði frá því að framselja hann til Bandaríkjanna. Þar yrðu honum birtar ákærur sem varða fangelsisvist til æviloka ...
MINNINGARORÐ UM RAGNAR ARNALDS

MINNINGARORÐ UM RAGNAR ARNALDS

Í dag fór fram útför Ragnars Arnalds fyrrum alþingismanns og baráttumanns fyrir þjóðþrifamálum, fullveldi Íslands og herlausu landi. Margir minntust Ragnars í minningargreinum í Morgunblaðinu í dag og var ég í þeim hópi. Eftirfarandi eru mín minningarorð um Ragnar Arnalds ... 
TÖFRASPROTI ÞORSTEINS

TÖFRASPROTI ÞORSTEINS

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.09.22. Laugardagurinn sautjándi september síðastliðinn var sólríkur dagur í Reykjavík og veður stillt. Ég man að ég hugsaði þegar ég gekk inn í hátíðarsal Háskóla Íslands að það hlyti að teljast til dirfsku að boða til málþings á slíkum degi nú þegar haustrigningarnar væru gengnar í garð. Varla vildu menn láta loka sig lengi inni á meðan sólin skein í heiði og ekki hreyfði vind. En svo hófst Þorsteinsþing. Það var ...