Fara í efni

Greinasafn - Greinar

September 2013

Bylgjan í bítið 2 rétt

LÁNTAKENDUR, HÁTTVIRTIR OG SPILAVÍTI Á BYLGJUNNI

Í morgun mætti ég ásamt Brynjari Níelssyni, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins, í morgunþátt Bylgjunnar, Í Bítið, að ræða það sem efst er á baugi þessa dagana.. Fyrir valinu varð að ræða hugmyndir sem fram hafa verið settar um að loforð ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfærslu muni skapa stjórnarskrárvarinn eignarrétt.
Sigmundur Góði og Bjarni líka

ENGA KRÖFU Á OKKUR TAKK FYRIR!

Eitt ævintýralegasta mál síðari tíma var málefni  Sparisjóðs Reykjavíkur í ársbyrjun 2004. Þannig var að lögum samkvæmt mátti ekki selja stofnbréf í sparisjóðum þar á meðal í SPRON nema á stofnverði, uppfærðu samkvæmt vísitölu.. Á bólutímanum gerðust eigendur stofnbréfa gráðugir mjög og vildu selja þau á markaði.
Flugvöllurinn - 72%

STJÓRNMÁLAFLOKKUM ER VANDI Á HÖNDUM Í KOMANDI KOSNINGUM Í REYKJAVÍK

Enn eina ferðina kemur fram skoðanakönnun sem færir okkur heim sanninn um að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík og meirihluti Reykvíkinga er á sama máli.
Ingimar Einarsson

MIKILVÆG SKÝRSLA UM HEILBRIGÐISMÁL

Fram kemur í skýrslu sem Ingimar Einarsson, sérfræðingur á sviði heilbriðgðismála hefur unnið fyrir Krabbameinsfélagið að tuttugu prósent - fimmtungur - af heildarkostnaði við rekstur heilbrigðiskerfisins á síðasta ári hafi komið úr vasa sjúklinga.
Erlent vinnuafl

VANGAVELTUR Í FRAMHALDI AF FYRIRLESTRI UM ÞJÓÐFLUTNINGA

Catherine de Wenden, sérfræðingur í þjóðflutningum, hélt í gær fróðlegan hádegisfyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samvinnu við sendiráð Frakklands á Íslandi.
Háspenna - HÍ

SPILAVÍTI Á LÆKJARTORGI Í BOÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS!

Þegar ég kom í ráðuneyti  dómsmála haustið 2010, sem síðar varð Innanríkisráðuneyti lýsti ég því yfir á fyrstu dögum að ég væri staðráðinn í því að beina kröftum að spilavandanum og skapa um hann betri umgjörð.
Leikskólinn 2

BRÚUM BILIÐ Á MILLI FÆÐINGARORLOFS OG LEIKSKÓLA

Fram er komin á Alþingi þingsályktunartillaga um að hafist verði handa við undirbúning þess „ að bjóða leikskólaúrræði strax og fæðingarorlofi lýkur.
MBL  - Logo

TOLLAR OG TÍSKA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07.09.13.. Á borðum hefur að undanförnu verið nýdreginn þorskur úr sjó, kartöflur úr garðinum, salat, rauðrófur og baunir og sitthvað fleira þaðan líka.
LSH - ÞJ - LFÍ

VARNAÐARORÐ LÆKNA

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands hefur kvatt sér hljóðs í fjölmiðlum að undanförnu um kjör lækna og ástandið í heilbrigðismálum í landinu, ekki síst á Landspítalanum.
Rvík - vikublað

MEIRIHLUTINN Á MÓTI MEIRIHLUTANUM

Í vikublaðinu Reykjavík er úttekt á afstöðu borgarfulltrúa í Reykjavík til flugvallarins í Vatnsmýrinni undir fyrirsögninni Meirihlutinn vill að flugvöllurinn fari.