
EKIÐ INNANDYRA Á MILLI ÍSAFJARÐAR OG BOLUNGARVÍKUR!
26.09.2010
Það var áhrifamikil stund að vera við opnun á Bolungarvíkurgöngum um helgina. Mikið fjölmenni var við athöfnina og endurspeglaði það þá samstöðu sem verið hefur með íbúunum um að gera þessar samgöngubætur að veruleika.